Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 174
172
Halldór Halldórsson
Dœmi um þgf.:
(31) 1 I sömu andránni óskar hann eftir ,,kontórkakkelofni“ og.segir þá
m. a.: ,,Mér hefur lengi langaö til aö eiga slíkan grip.“ (ÞorkJóh-
TrGunn. 11:369 (OH)).6
2 er ekki að undra þótt fiskimönnum langi til að eignast slíkt skip.
(Ægir 1928:215 (OH)).
3 þótt honum og þau [svo] langaði mest af öllu að hann yrði kyrr
heima. (Ægir 1939:133 (OH)).
4 Þá langaði öllum. (Mbl. 10/9, ’72,16:5 (OH)).
lengja, lengjast:
Orðskipanina lengja eftir e-m finn ég ekki í fornritum. Hins vegar
kemur sögnin fyrir ópersónuleg í öðrum samböndum, og er þá sá lið-
ur, sem samsvarar persónulið, í þf.:
(32) En um veturinn, er daga lengði, fór Sámr við annan mann. (ÍF
XI: 132).
I þessu sambandi finn ég aðeins þf. í ritmáli síðari alda:
(33) 1 huernen at Dagen leinger og stytter. (Spek. 7,18 (Gí>) (OH)).
2 leinger Dag. (PÞCat. R. II v. (OH)).
Um sambandið lengja eftir e-m er allt óvissara. Elztu dæmi um
það eru frá 19. öld, og er persónuliðurinn algengari í þgf., en kemur
þó fyrir í þf.:
Dæmi um þf:
(34) 1 hann tekur til að Iengja eftir föðurleifð sinni. (Od.:4(OH)).
2 menn fór að leingja eptir henni. (JÁÞj. 11:224 (OH)).
3 Mig fór að lengja eftir diskinum mínum. JTrRit. 11:430 (20. öld)
(OH)).
4 hana leingdi eftir honum. (Bjarki 1903, 14:2 (OH)).
5 Tekur konuna þá að lengja eftir stúlkunni. (GjÞjs. IV:89 (OH)).
6 hann var farið að lengja eftir fréttunum. (JBjörnMátt.:153 (OH)).
Dœmi um þgf.:
(35) 1 Mér er farið að lengja eptir föður mínum kallinum. (Sr. Björn
Halldórsson í bréfi til Þorláks Jónssonar 25/7 1854 (Lbs) (OH)).
6 Þetta er haft eftir Jakobi Havsteen 1875. Við þetta bætir höfundur bókarinnar,
Þorkell Jóhannesson: „Eftir þessu að dæma keppa Akureyringar við Suðurnesjamenn
um að hafa fyrstir komið fótum undir svokallaða þágufatlssýki.“ Eins og rakið verður
í 2.3.3, er þessi athugasemd mjög vafasöm.