Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 175
Um méranir
173
2 var fólkinu . . . farið að lengja eptir piltinum. (JÁPj. 1:24 (OH)).
3 Fór honum að lengja eptir bónda. (JÁÞj. 1:235 (OH)).
4 þegar honum fór að leingja eptir dóttur sinni. (JÁPj. 11:408 (OH))
5 Mér var reyndar farið að lengja nokkuð eftir svari. (Hafnarst.:231
(1887) (OH)).
6 lengdi henni eftirþví. (SSigfÞj. 111:219 (OH)).
7 mér fer að lengja eftir því, að ég sé enga suðu koma upp.
(StÞórðNú.:277 (OH)).
Eins og dæmin bera með sér, eru hin elztu um persónulið í þf. og
þgf. frá svipuðum tíma — hið elzta raunar um þf. úr þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifskviðu —. Af dæmunum verður
vart ráðið, hvor málvenjan er eldri. Rétt þykir því að athuga sögnina
lengjast í svipaðri merkingu, en hún kemur fyrr fyrir. Ur norsku forn-
máli er þetta dæmi:
(36) sem þesser tveir vctr varo liðnir. þa þotte Iosaphat lengiazt miok.
(Barl.:198).
Hér sést ekki, hvert fall lengjast tekur með sér. Dæmið er norskt. Alls
óvíst er, að þessi miðmyndarsögn hafi verið notuð í íslenzku næstu aldirn-
ar á eftir. Orðasambandið e-m lengist eftir finnst ekki í íslenzku fyrr en
á fyrri hluta 18. aldar og kemur einnig fyrir á 19. öld. Vafalaust er þetta
fengið úr d. mig lœnges efter, og hefir hending ein ráðið, hvort persónu-
liður var notaður í þf. eða þgf. En með þessari miðmyndar-orðskipan
hefi ég aðeins fundið þgf.:
(37) 1 Desidero . . . mier lengest epter. (JÁNucl. 1575 (OH)).
2 Lengdist mönnum venju fremur eptir honum. (JÁÞj. 1,32 (OH)).
3 Æ hvað mér lengist eftir honum Páli bróður mínum. (MJSherl.
111,298 (OH)).
Orðskipanin e-m lengir eftir er vafalaust gerð eftir miðmyndar-orð-
skipaninni. Hins vegar er líklegt, að mig lengir eftir sé gerð í samræmi
við forn dæmi um, að lengja taki með sér þf. Mér þykir því sennilegt,
að hvorki sé um mérun né migun að ræða. Hvort er eldra, fullyrði
ég ekki.
lysta:
I fornmáli íslenzku er persónuliður í þf., en fyrir kemur norskt dæmi
um persónulið í þgf.:
Dæmi um þf:
(38) 1 en mik Iysti í hring þenna. (ÓTM II, 123).