Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 183
Um méranir
181
2.3 Yfirlit um helztu niðurstöður
2.3.1 Fornmál
Helstu niðurstöður um fornmálið eru þessar:
1. Af þeim 22 sögnum, sem athugaðar voru, kemur 21 fyrir með
persónulið í þf. í fornmáli. Ein (óra) er ókunn úr fornritum í þeirri
merkingu, sem hér um ræðir.
Við þessa fullyrðingu þarf þó að gera tvær athugasemdir. Sagn-
myndin svima kemur ekki fyrir í fornritum í merkingunni ,,sundla“.
Hins vegar finnst dæmi um svimra með persónuiið í þf. Ef sögnin
svima hefir á annað borð verið notuð að fornu í þessari merkingu,
er ástæðulaust að ætla, að hún hafi að þessu leyti hagað sér á annan
hátt en frænka hennar svimra. Þá ber að athuga, að sögnin lengja
kemur ekki fyrir í fornmáli í sama sambandi og í könnuninni þ. e.
lengja eftir e-u, og má telja víst, að það orðasamband sé miklu yngra,
sbr. bls 172-3 hér að framan. Hins vegar tekur lengja með sér þf.
í öðrum samböndum í fornmáli.
2. Þrjár sagnir (dreyma, langa og undra) koma einnig fyrir með
persónulið í nf. í fornmáli.
3. Tvær sagnir (lysta og skorta) koma einnig fyrir með persónulið
í þfg. í fornmáli. Dæmið um lysta er norskt og ekki marktækt um
íslenzku, sbr. bls. 174 hér að framan. Dæmið um skorta er hins vegar
alíslenskt (úr tveimur aðalhandritum Grágásar) og verður ekki afgreitt
svo léttilega. Sama sögn kemur fyrir í byrjun 17. aldar með persónulið
í þgf., en frá þeim tíma eru þessa engin dæmi fyrr en á 20. öld. Aldurs-
munur dæmanna er þannig um 300 ár. En þó að dæmin séu svo strjál,
verður því ekki neitað, að þau benda til, að tilhneiging til mérunar
með þessari sögn sé gömul, hvernig sem á henni kann að standa (áhrif
frá sögnum, sem miðað við uppruna hafa persónulið í þgf., eða latnesk
áhrif). Heimildir benda þó til, að þetta fyrirbæri hafi ekki verið al-
gengt. Sjábls. 175-6 héraðframan.
2.3.2 Ritmál síðari alda
Helstu niðurstöður um ritmál síðari alda eru þessar:
1. Allar sagnirnar, 22, koma fyrir með persónulið í þf. í síðari alda
ritmáli.