Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 184
182
Halldór Halldórsson
2. Alls 10 af sögnunum koma einnig fyrir með persónulið í nf. í
síðari alda ritmáli. Þær eru þessar: dreyma, gruna, hungra, kala, langa,
skorta, undra, vanta, verkja, þyrsta. Eins og áður er tekið fram, koma
þrjár þessara sagna (dreyma, langa, undra) fyrir með persónulið í nf.
þegar í fornmáli. Á 16. öld — í elztu prentuðum ritum — hefir þessum
sögnum fjölgað. Hér er á ferðinni þróun samsvarandi þeirri, sem átt
hefir sér stað í öðrum Norðurlandamálum. Ég fullyrði þó ekkert um,
að hér sé um erlend áhrif að ræða — og þykir það raunar ósennilegt.
Próun þessi virðist hafa komizt á allhátt stig. En fúslega skal viður-
kennt, að rannsókn mín á þessu atriði er ekki nákvæm. Mér virðist
hafa dregið úr þessari þróun, samtímis því að méranir hafa aukizt.
Frá 20. öld hefi ég þó dæmi um eftirfarandi sagnir með persónulið
í nf.: dreyma, hungra, kala, langa, skorta, verkja.
3. Sjö sagnanna koma fyrir með persónulið í þgf. í síðari alda rit-
máli. Petta eru eftirfarandi sagnir: gruna, langa, lysta, óra, skorta,
vanta, þrjóta. Um skorta er rætt á bls 175-6 hér að framan. Ef lysta
og skorta eru frá taldar, eru elztu dæmin frá 19. öld, fimm að tölu.
Dæmið um gruna er prentað eftir hdr. Lbs. 419,8vo, sem talið er frá
1850-1870, sbr. Skrá um handritasöfn Landsbókasafns 11,1,87. Þetta
dæmi gæti verið frá því skömmu eftir 1850. Frá 1857 er dæmi um
lysta, frá því um 1870 um svima, frá 1875 um langa og frá 1879 um
þrjóta. Önnur dæmi eru frá 20. öld. Dæmin eru fá um allar sagnirnar:
þrjú um langa og vanta, en eitt um hverja hinna.
Ef sögnin skorta er talin hafa verið ein á báti uin gamla breytingu
persónuliðar úr þf. í þgf., virðist einhver almenn tilhneiging til mérana
hefjast um 1850 eða ef til vill einhverju fvrr. En fyrst á þessu tímabili
virðast méranir hafa verið mjög fátíðar.
2.3.3 Svæðisbundin mállýska?
Af dæmunum verður ekki séð, að méranir hafi komið upp sem stað-
bundið fyrirbæri í einhverjum sérstökum landshluta og dreifzt síðan
um víðara svæði eins og títt er um málbreytingar. (Ég hygg raunar,
að þessi leiðsögutilgáta um kjarnasvæði hafi verið ofnotuð, en hér er
ekki rúm að rekja það.) Ég mun nú fjalla um öll 19 aldar dæmin
með hliðsjón af því, hvaðan þau eru upp runnin: