Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 185
Um méranir
183
Dæinið um gruna er af Austurlandi, sbr. nmgr. 5 hér að framan.
Dæmið um lysta er úr bréfi frá Óiafi E. Johnsen (sbr. nmgr. 7),
sem er fæddur 1809 í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og ólst upp
í Reykjavík og nágrenni. Hann var lengst af prestur á Stað á
Reykjanesi. Erfitt er því að fullyrða, hvort telja eigi dæmið vest-
firzkt eða af suðvesturhorni landsins.
Dæmið um svima er austurskaftfellskt (Magnús Bjarnason á
Hnappavöllum).
Dæmið um langa er frá Akureyri, sbr nmgr. 6 hér að framan.
Dæmið um þrjóta er úr Austur-Barðastrandarsýslu, sbr. nmgr. 10
hér að framan.
Þessi upptalning sýnir, að þessi fáu dæmi eru dreifð um landið. Þau
leiða hins vegar ekkert í ljós um það, hvort hraði breytingarinnar hefir
verið hinn sami alls staðar. Munnlegar frásagnir ýmissa heimildar-
manna minna benda þó til, að breytingin hafi orðið örari í þéttbýli
en strjábýli. Smári (1920:101) segir:
,,Á útsuðurkjálka landsins (Kjósar- og Gullbringusýslu ásamt
Reykjavík) er jafnaðarlega notað þgf. í stað þf. með sumum
þessara sagna (t. d. mér dreymir, langar, verkjar, munar um e-ð)
o. fl.“
Ekki vefengi ég þessi orð Smára, en þau segja ekkert um, hvernig
ástandið hefir verið í kaupstöðum úti um land.
2.3.4 Notkun rithöfunda
Eg vil að lokum benda á, að helztu rithöfundar okkar á þessari
öld hafa ekki notað méranir. Undantekningar, samkvæmt fyrr
greindum heimildum mínum, eru tvær: Elías Mar notar mér vantar
1 Vögguvísu (bls. 37). Áreiðanlega er þetta gert af ásettu ráði til að
ná tilteknum stílblæ. Dæmið sannar ekkert um málnotkun höfundar.
HKL notar á einum stað e-m órar fyrir (Vettv.:362), en á öðrum e-n
órar fyrir (Heimsl. 1:133). Hann virðist því geta notað hvort sem er
þf. eða þgf. með þessari sögn. Aðra persónuliði í þgf. hefi ég ekki
fundið með ofan greindum 22 sögnum í seðlasafni Orðabókar Háskól-
ans frá kunnum íslenzkum rithöfundum á 20. öld.