Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 193
JÓN FRIÐJÓNSSON
Um lýsingarhátt nútíðar
1. Inngangur
1.0
I handbókum um íslenska málfræði er fremur lítið að finna um lýs-
ingarhátt nútíðar (lh. nt.), myndun hans, beygingu og notkun.1
Reyndar er margt óljóst um Ih. nt., t. d. hvort telja ber hann lo. eða
so,- Hér á eftir er ætlunin að fjalla nokkuð um einn þátt notkunar
hans, þ. e. sérstæða notkun lh. nt., en áður en að því atriði verður
komið þykir rétt að gefa stutt yfirlit yfir beygingu hans og notkun
og fjalla nokkuð um sagneinkenni hans annars vegar og lýsingarorðs-
einkenni hans hins vegar.
1.1 Myndun og notkun Ih. nt.
Lh. nt. er myndaður af nútíðarstofni sagna með viðskeytinu -andP
og er hann óbeygjanlegur í nútímamáli'1 nema sem nafnorð, þ. e. hann
beygist hvorki eftir föllum eins og lýsingarorð né heldur er unnt að
bæta við hann sagnendingum eða sagnviðskeytum.5 Til einföldunar
verður hér gert ráð fyrir ferns konar notkun lh. nt. eftir stöðu. í fyrsta
lagi er hann notaður sem nafnorð (nemandi), í öðru lagi sem atviksorð
(sjóðandi heitur), í þriðja lagi sem hliðstætt lo. (spennandi mynd) og
í fjórða og síðasta lagi er hann notaður sérstætt með sagnorðum (Hann
1 Allnokkurt yfirlit yfir notkun Ih. nt. er að finna hjá Jakob Jóh. Smára (1920, sbr.
S 97 o. áfr.), og Stefáni Einarssyni (1949:162). — Rétt er að geta þess að hér verður
nafngiftin lh. nt. oft notuð um orð sem enda á -andi þótt þau séu aðeins lýsingarhættir
frá sögulegu sjónarmiði, þ. e. hafi skipt um orðflokk.
2 Nokkra umræðu um þetta atriði er að finna hjá Lakoff (1970:115 o. áfr.),
Jak. Jóh. Smára, (1920, § 97), og Lyons (1968:324).
3 Um myndun Ih. nt. vísast til Alexanders Jóhannessonar (1928, § 17).
4 Um beygingu lh. nt. í nútímamáli vísast til Kress (1963, § 210). Um beygingu
hans í eldra máli sjá Heusler (1962, § 278), Nygaard (1906, §229, Anm. 1), og Noreen
(1923 §435).
5 í eldra máli er lh. nt. þó til í miðmynd, sbr. Jakob Jóh. Smára (1920: § 103, aths.),
og Nygaard (1906, § 239, Anm. 1).