Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 194
192
Jón Friðjónsson
er sofandi, Hann kom hlaupandi). í sérstæðri notkun eru skilin á milli
lýsingarorðsmerkingar og sagnmerkingar (Maðurinn er ríðandi, Þess
er óskandi . . .) oftast nokkuð Ijós en svo er þó ekki alltaf eins og
rætt verður sérstaklega í kafla 1.5. — Skal nú stuttlega vikið að nafn-
orðsnotkun, atviksorðsnotkun og hliðstæðri notkun lh. nt., en síðan
verður fjallað um sérstæða notkun hans sem verður meginviðfangsefni
þessarar greinar.
7.2 Nafnorð
Sem nafnorð hefur lh. nt. sérstaka beygingu (bóndi-bændur, nem-
andi-nemendurf, getur bætt við sig ákveðnum greini (bóndinn) og
hefur öll einkenni nafnorða. Merkingartengslin við sagnorð það sem
slík nafnorð eru leidd af eru stundum rofin, sbr. frændi, fjandi og
bóndi sem dregin eru af sögnunum frjá, fjá og búa, en í flestum tilvik-
um eru þau þó ljós, t. d. nemandi af nema og sendandi af senda. Nafn-
orðsbeyging lh. nt. fellur utan ramma þessarar greinar og verður því
ekki frekar um hana fjallað.
1.3 Atviksorð
Sem atviksorð er lh. nt. notaður til að kveða nánar á um lýsingar-
orð, t. d. skínandi hvítur, öskrandi vondur, urrandi fullur, leikandi
léttur o. s. frv. — Um atvikslega notkun Ih. nt. verður ekki fjallað á
þessum vettvangi.
1.4 Hliðstæð notkunlh. nt.
Sem hliðstætt lo. er Ih. nt. notaður til að kveða nánar á um önnur
fallorð sem ýmist eru með eða án greinis. í slíkum orðskipunum er
í nútímaíslensku ekki um sambeygingu að ræða7, enda er Ih. nt. ávallt
óbeygjanlegur sem lýsingarorð. Sem dæmi um slíka notkun má nefna:
ólgandi sjór(inn), glansandi bíll(inn), angandi brauð(ið), versnandi
hagur, blómstrandi bú, óþolandi ástand og fleiri slík dæmi. Hliðstæður
lh. nt. er ávallt altækrar merkingar, þ. e. hann samsvarar tilvísunar-
setningu og felur ekki í sér samanburð eins og hliðstæð lýsingarorð
í veikri beygingu gera, sbr.:
6 Um nafnorðsbeygingu lh. nt. vísast til Kress (1963:§ 185) og Stefáns Einarssonar
(1949:43).
7 í eldra máli hins vegar sambeygðist Ih. nt. viðmiðunarorði sínu eins og reyndar
enn má sjá 1 föstum orðasamböndum í nútímamáli, t. d á sumri komanda, á hverfanda
hveli, í heyranda liljóði og á fallandafœti.