Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 199
Um lýsingarhátt nútíðar
197
í þriðja og síðasta lagi er lh. nt. af áhrifslausum sögnum1' notaður
með sögninni fara í óeiginlegri merkingu og líkist þá helst sagnfyllingu:
(3) Veðrið fer versnandi
Þessa setningu virðist mega umorða sem einfalda setningu á borð við
Veðrið versnar og líkist hún því frekar (1) en (2).
Dæmum (1)—(3) er það sameiginlegt að öll hafa þau að geyma
lh. nt. af áhrifslausum sögnum sem svipar til dvalarhorfs, þ. e. vera
að + nh.10, ef unnt er að nota viðkomandi sögn í dvalarhorfi. Af
sumum sögnum er þó hægt að nota ýmist vera + lh. nt. eða vera að
+ nh. (dvalarhorf) (Hann er að gráta/grátandi), en sá er munurinn að
dvalarhorf vísar að jafnaði til verknaðar en lh. nt. í ofangreindum dæm-
um vísar til ástands og líkist að því leyti lýsingarorðum. Þetta sést m. a.
af því að auðvelt er að nota forskeytta ,,lh. nt.“ í dæmum sem eiga sér
enga sagnlega samsvörun og ganga því auðvitað ekki í dvalarhorfi: Hann
erglaðvakandi, *Hann eraðglaðvaka.
Munurinn á dæmunum í (1) og (3) annars vegar og dæmunum í
(2) hins vegar er því m. a. sá að dæmi (2) eru ,,samsett“ þannig að
unnt er að leysa þau upp í tvær setningar en dæmi (1) og (3) eru
,,ósamsett“ í þeim skilningi að þau verða ekki klofin í tvær setningar
á sama hátt. I þessu felst að lh. nt. stendur sem vl. í dæmum (2) en
sem sf. í dæmum (1) og (3).
2.7 Lh. nt. í ,,ósamsettum“ setningum
2.1.1
Með dæmum (1) hér að framan var sýnt að lh. nt. af sögnunum
vaka og sofa er notaður með vera/verða. Sagnir sem hegða sér líkt
og vaka og sofa að þessu leyti eru reyndar ekki mjög margar í íslensku.
Þær helstu eru liggja, standa, þegja og lifa. Öllum þessum sögnum
Aðeins svokallaðar byrjunarsagnir eru notaðar á þennan hátt með fara. Um byrjun-
arsagnir sjá t. d. Welte (1974:708 o. áfr.).
10 Hér verður gert ráð fyrir að í íslensku séu að minnsta kosti til þrjú horf (aspect)
sem táknuð eru setningafræðilega (samsett sagnmyndun): dvalarhorf (vera að + nh.)
sem táknar að verknaður standi yfir, byrjunarhorf (Jara ad + nh.) sem táknar að verkn-
aður hefjist senn og tvenns konar lokin horf (vera búinn að + nh. og hafa + lh. þt.)
sem tákna að verknaði sé lokið. — í bók sinni Málmyndunarfræði notar Jón Gunnars-
son á svipaðan hátt hugtökin sífellt horf (vera að + nh.), lokið liorf (hafa + Ih. þt.)
og óorðið horf (munu + nh.), sbr. bls. 51 í tilvitnuðu riti.