Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 204
202
Jón Friðjónsson
lengi). Enn fremur skal tilgreint dæmi um sögn sem ýmist er notuð
sem áhrifslaus ástandssögn (standa) eða sem áhrifslaus verknaðarsögn
(standa upp). Slíkar sagnir er sem ástandssagnir unnt að nota í orð-
skipuninni vera + lh. nt. en annars ekki, eins og eftirfarandi dæmi
sýna:
(15) a Hann er að lifa lífinu
b :!'Hann er lifandi lífinu
(16) a Hann er að standa upp
b *Hann er standandi upp
(sbr: *Hann er að lifa)
(sbr: *Hann er lifandi)
(sbr: *Hann er að standa)
(sbr: *Hann er standandi)
Af dæmum (15)—(16) má sjá að hæpið er að flokka sagnir setninga-
fræðilega og/eða merkingarfræðilega í eitt skipti fyrir öll, t. d. sem
dvalarsagnir eða áhrifssagnir, þar sem ein og sama sögn getur verið
notuð á marga vegu.13 Sá kostur er þó auðvitað fyrir hendi að líta
svo á sem í slíkum tilvikum sé ekki um eina sögn að ræða heldur
tvær (eða fleiri) samhljóma sagnir, t. d. áhrifssögnina lifa (+þgf.) og
ástandssögnina lifa, verknaðarsögnina standa upp og ástandssögnina
standa, en þetta atriði verður látið liggja milli hluta hér.
2.1.6
Með því að nota atviksorð er tákna endurtekningu eða dvöl, t. d.
sífellt, alltaf, stöðugt, sí og œ og löngum, með öðrum sögnum en
ástandssögnum, jafnt byrjunarsögnum (sofna, vakna) sem verknaðar-
sögnum (lesa ( + þf.), rífa (+þf.)), er unnt að ljá þeim dvalar- eða
ástandsmerkingu og þá er hægt að nota þær í orðskipuninni vera +
lh. nt. eins og eftirfarandi dæmi sýna:
(17) a Hann var sífelltsofnandi á leiðinni
b *Hann var sofnandi á leiðinni
(18) a Barnið var stöðugt vaknandi í nótt
b *Barnið var vaknandi í nótt
(19) a Hann var alltaf lesandi sömu síðuna
b *Hann var lesandi sömu síðuna
(20) a Hann er sífellt rífandi kjaft
b *Hann var rífandi kjaft
13 Þetta sjónarmið kemur glöggt fram hjá Quirk o. fl. (1980:94-95): „Although it
is convenient to speak of ‘dynamic’ and ‘ tative’ verbs, it is important to note that
it would be more accurate to speak of ‘dynnmic’ and ‘stative’ uses of verbs.“
(sbr. sífellt að sofna)
(sbr. stöðugt að vakna)
(sbr. alltafað lesa . . .)
(sbr. sífellt að rífa kjaft)