Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 205
Um lýsingarhátt nútíðar
203
Dæmi (17)b-(20)b eru öll ótæk þar sem um er að ræða sagnir sem
ekki geta staðið í orðskipuninni vera + lh. nt., sbr. að framan, en
í dæmum (17)a-(20)a er um ,,sömu“ sagnir að ræða notaðar með
atviksorðum er tákna endurtekningu/dvöl og þá bregður svo við að
unnt er að nota orðskipunina vera + lh. nt. og dvalarhorf jöfnum
höndum (sbr. innan sviga aftan við dæmin). Þess ber þó að geta að
dvalarhorf í þessum dæmum virðist vera merkingarlega hlutlaust en
orðskipunin vera + lh. nt. felur gjarna í sér persónulega afstöðu tpl-
andans, þ. e. látin er í ljós undrun, þreyta, hneykslun eða eitthvað
þess háttar, oftast samfara breyttri hrynjandi. — Burtséð frá slíkum
stílsmun er ljóst að notkun orðasambandsins vera + lh. nt. með slíkum
atviksliðum er miklu víðtækara en ella.
2.1.7
Niðurstaða framanritaðs er því sú að orðskipunin vera + lh. nt. er
einkum notuð af áhrifslausum ástandssögnum í stað dvalarhorfs og
er hún notuð í fyllidreifingu við dvalarhorf af öðrum áhrifslausum
sögnum, sbr. dálka I—II í töflu 2. Til að afmarka ástandssagnir frá
öðrum áhrifslausum sögnum er hentugt að líta á notkun orðskipunar-
innar vera + lh. þt. af áhrifslausum sögnum, sbr. kafla 2.1.2. Sé lh. þt.
af áhrifslausri sögn til í öllum kynjum er hann notaður í orðskipuninni
vera + Ih. þt. af öðrum sögnum en dvalarsögnum, sbr. dálk III. Til
yfirlits eru þessi atriði sýnd í töflu 2.
TAFLA 2
I. Dvalarhorf II. vera + lh. nt. III. vera + lh. þt.
Áhr.l.dvalarsögn (vaka, sitja, standa, liggja) *Hann er að sofa Hann er sofandi *Hann er sofinn
Áhr. 1. breyt. sögn (vakna, gulna sofna) Hann erað vakna *H. er vaknandi Hann er vaknaður
Áhr.l.verkn.sögn (koma, fara, hverfa, sökkva) Hann er að fara *Hann er farandi Hann er farinn