Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 206
204
Jón Friðjónsson
Sagnir sem notaðar eru eins og sofa eru ekki mjög margar í íslensku,
þær helstu eru ástandssagnirnar vaka, liggja, standa, þegja og lifa, enn
fremur sagnir sem fela í sér endurtekningu, t. d. titra og skjálfa. Með
vera stendur lh. nt. af slíkum sögnum sem lo., enda er hann oft notað-
ur forskeyttur, t. d. steinsofandi, glaðvakandi, rúmliggjandi, uppi-
standandi, steinþegjandi, sprelllifandi og hríðskjálfandi.
Við þetta yfirlit er nauðsynlegt að gera tvær athugasemdir. í fyrsta
lagi er afmörkun áhrifslausra ástandssagna ekki ávallt ljós. Þannig er
unnt að nota allmargar sagnir ýmist sem ástandssagnir eða verknaðar-
sagnir og því hvort sem er í dvalarhorfi eða í orðskipuninni vera +
lh. nt., t. d. gráta, hlœja, kvarta o. fl. Um slíkar sagnir var fjallað
í kafla 2.1.4 og vísast til hans. I öðru lagi er unnt að nota aðrar sagnir
en ástandssagnir í orðskipuninni vera + Ih. nt. að ákveðnum skilyrð-
um uppfylltum, þ. e. með atviksorðum er tákna endurtekningu/dvöl.
Um þetta atriði var fjallað í kafla 2.1.6 og vísast til hans.
2.2 Lh. nt. í ,,samsettum“ setningum
2.2.1
Hér að framan hefur verið fjallað um notkun lh. nt. með sögnunum
vera/verða þar sem hann stendur sem sagnfylling og ekki er unnt að
umorða hann sem setningu (Hann er sofandi). En eins og sýnt var
í 2.0 er einnig unnt að nota lh. nt. af áhrifslausum sögnum með öðrum
sögnum en vera/verða og stendur hann þá sem viðurlag, þ. e. hann
má umorða sem setningu (sbr. líka (2)a hér að framan):
(21) Hann kom brosandi/hlaupandi . . . (sbr. Hann kom og (hann)
brosti/hljóp . . .)
Sagnir þær er taka með sér lh. nt. í stöðu vl. eru oftast áhrifslausar,
eins og koma í dæmi (21), en geta þó einnig verið áhrifssagnir eins
og heilsa og halda í eftirfarandi dæmum (sjá líka (2)b og c að framan):
(22) a Hann heilsaði henni brosandi (sbr. glaður, lh. frumlægur)
b Hann heilsaði henni brosandi (sbr. glaðri, lh. andlægur)
(23) Hann hélt fyrirtækinu gangandi (sbr. ágætu, lh. andlægur)
Eins og nefnt var í 2.0 er lh. nt. oftast frumlægur með áhrifslausum
sögnum, þ. e. hann á við frumlagið, enda er oft ekki öðrum nafnliðum
til að dreifa í slíkum setningum, sbr. dæmi (21). Lh. nt. er líka oftast
frumlægur í setningum með áhrifssögnum, sbr. (22)a. En í slíkum setn-