Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 208
206
Jón Friðjónsson
Eins og áður sagði er lh. nt. í stöðu viðurlags með áhrifssögnum
í flestum tilvikum frumlægur, og svipað gildir um sagnir er taka með
sér forsetningarliði, sbr. eftirfarandi dæmi:
(24) a Hann tók við bréfinu brosandi
b Hann tók brosandi við bréfinu
I dæmi (24) eru hugsanleg viðmiðunarorð lh. nt. {hann og bréfinu)
ósamstæð að því leyti að aðeins annað táknar lifandi veru en ekki
hitt. Þar sem lh. nt. af sögninni að brosa á alltaf við lifandi veru,
er í dæmi (24) frl. hann valið sem viðmiðunarorð lh. nt., þ. e. Ih. nt.
er frumlægur, óháð orðaröð. — í dæmi (23) eru hugsanleg viðmiðun-
arorð Ih. nt. (þ. e. hann og fyrirtækinu) einnig ósamstæð en af merk-
ingarlegum (röklegum) ástæðum velst andlagið sem viðmiðunarorð
Ih. nt.,þ. e. viðmiðun þar er andlæg og orðaröð fastbundin, sbr.:
(23)a Hann hélt fyrirtœkinu gangandi
b *Hann hélt gangandi fyrirtœkinu
í dæmi (22) eru hins vegar viðmiðunarorðin samstæð (hann og
henni) og í slíkum tilvikum er hugsanlegt að túlka viðmiðun Ih. nt.
sem andlæga, sbr. (22)b, en langalgengast er að hún sé frumlæg, sbr.
(22)a. I sumum tilvikum gefur orðaröð nokkra vísbendingu um hvor
túlkunin á við, þar sem lh. nt. miðast að öllu jöfnu við það fallorð
sem fer næst á undan, sbr. eftirfarandi dæmi:
(25) a Hann kom brosandi að henni (sbr. kátur)
b Hann kom að henni brosandi (sbr. kátri, {káturl))
Dæmi (25)a er ótvírætt, vl. brosandi getur aðeins vísað til frl.
{hann), enda vísar vl. ekki til eftirfylgjandi liða. Dæmi (25)b er hins
vegar tvírætt, sbr. lo. innan sviganna, en mun eðlilegra er að líta svo
á sem lh. nt. standi þar sem andlægt vl., þ. e. vísi til þess fallorðs
er næst stendur {henni).
Með tilliti til framangreinds er Ijóst að lh. nt. í stöðu vl. með áhrifs-
sögn getur verið hvort sem er frumlægur — og er svo oftast — eða
andlægur. Hér verður gert ráð fyrir að samvalsreglur af því tagi sem
minnst var á skeri úr um það hvort á við hverju sinni, en ekki verður
þess freistað að gera slíkum samvalsreglum skil á þessum vettvangi.