Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 209
Um lýsingarhátt nútíðar
207
2.2.2
Sagnir þær sem taka með sér Ih. nt. sem vl. eftir munstrum A og
B eru fjölmargar og sundurleitar. Ekki verður þess freistað að gefa
tæmandi yfirlit yfir slíkar sagnir heldur látið nægja að gefa nokkurt
sýnishorn. Sem dæmi má telja eftirfarandi flokka sagna:
a) áhrifslausar hreyfingarsagnir: detta, fara, ganga, hlaupa, koma,
renna, skokka, skríða
b) áhrifslausar ástandssagnir: liggja, móka, kúra, sofa, sitja,
standa
c) áhrifslausar breytingarsagnir: sofna, vakna
d) áhrifslausar sagnir rneð fsl.: líta á e-n, taka við e-u, koma að
e-m, tala við e-n, skrifa undir e-ð
e) áhrifssagnir: spyrja e-n, heilsa e-m, halda e-u, finna e-n, sjá
e-n, svara e-m, kveðja e-n, bíða e-s, krefjast e-s
Sögnum þeim sem taldar eru upp undir liðnum a-e er það sameigin-
legt að allar taka þær með sér frumlag sem jafnframt táknar geranda15
enda er það skilyrði þess að sögn geti tekið með sér Ih. nt. sem viður-
lag. Sagnir þær sem taldar eru upp undir liðum a-c mynda -andi -orð-
skipun eftir munstri A en sagnir undir liðnum d-e eftir munstri B.
Sem dæmi um slíka notkun skal litið á eftirfarandi setningar:
(26) Hann kom hlaupandi, másandi, stynjandi, gangandi... (a)
(27) Hún sat sofandi, þegjandi, stynjandi, kjökrandi... (b)
(28) Hann vaknaði grátandi, hljóðandi, geispandi, titrandi . . . (c)
(29) a Hún leit brosandi (sbr. glöð) á hann (d)
b Hún kom að honum sofandi (sbr. veikum) (d)
(30) a Hún heilsaði honum hlæjandi (sbr. glöð) (e)
b Hún sá hann grátandi (sbr. aleinan) (e)
15 Mcö flestum sögnum stendur fallorð í nefnifalli er ræöur persónu og tölu umsagnar
og er jafnframt frumlag setningarinnar. Ef frl. er lifandi vera táknar þaö oftast þann,
þá eöa það sem framkvæmir þann verknað cr í sögninni felst (Hann vakir, Hún les
bók) og má því kalla geranda. — Lifandi frumlag táknar þó hvergi nærri alltaf geranda
(Hann svitnaði, losnaði. . .) heldur t. d. þann er verður fyrir þeim verknaði er í sögninni
felst. — Aðeins þær sagnir er standa með gcranda geta tekiö með sér Ih. nt. í stööu
viöurlags, sbr.:
(i)a Hann (gerandi) sofnaði grátandi, standandi, stamandi, titrandi. . .
b *Hann svitnaði grátandi, standandi, titrandi. . .