Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 211
209
Um lýsingarhátt nútíðar
I fyrra tilvikinu er orðskipunin fara + lh. nt. notuð persónulega,
t. d. með sögnunum dýpka, dofna, fúlna, grynnka, hlýna, kólna,
minnka, skána, stcekka, vaxa og þverra, sbr. eftirfarandi dæmi:
(33) Vatnið fer dýpkandi, grynnkandi, minnkandi . . .
í síðara tilvikinu er orðskipunin fara + lh. nt. hins vegar notuð
ópersónulega, t. d. með sögnunum fjölga, fœkka og hraka, sbr.:
(34) Þeim fer fjölgandi, fækkandi, hrakandi . . .
Af nokkrum sögnum er unnt að nota orðskipunina fara+lh. nt. ým-
ist persónulega eða ópersónulega,17 eftir því hvort með þeim stendur
frumlag er ekki vísár til lifandi veru, sbr. (35), eða fallorð (frumlagsí-
gildi) er vísar til lifandi veru, sbr. (36). Sem dæmi um slíkar sagnir
má nefna sagnirnar hnigna, versna og batna, sbr. eftirfarandi dæmi
sem bæði eru fengin úr sömu heimild:'8
(35) Siðferðið fer hnignandi
(36) Henni fór síhnignandi
Loks ber þess að geta að með sumum sögnum er unnt að nota vera
í staðfara án þess að um mikinn merkingarmun sé að ræða, sbr.:
(37) Aðsókn er vaxandi, minnkandi, þverrandi, dofnandi . . .
(38) Aðsókn fervaxandi, minnkandi, þverrandi, dofnandi . . .
Munurinn á dæmum (37)-(38) er e. t. v. helst sá að (37) er kyrr-
stæðrar merkingar, vísar til ástands, en dæmi (38) vísar til breytingar
á ástandi.
Með dæmi (37) var sýnt að unnt er að nota vera í stað fara í pers-
17 Meö flestum sögnum stendur frumlag í nefnifalli er ræöur persónu og tölu umsagn-
ar, sbr.:
(i) a Slrákurinn lalaði við mig
b Strákarnir töluðu við mig
Slík notkun sagna er kölluð persónuleg. — Fjölmargar sagnir eru hins vegar annað-
hvort einvörðungu eða stundum notaðar ópersónulega, þ. e. þær er einungis notaðar
í 3. pers. et. og í stað „venjulegs" frumlags taka þær með sér fallorð í aukafalti, sbr.:
(ii) a Strákinn/slrákana vantar vinnu
b Bátinn/bátana rak á land
18 Dæmi þessi eru fcngin úr ritverki Þórbergs Þórðarsonar Ævisaga séra Árna Þórar-
inssonar I—II (Bókaútgáfa Máls og menningar, önnur útgáfa, Reykjavík 1969-70), sbr.
II. bindi bls. 268 og 313.
Islenskt mál IV 14