Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 232
230
Jón Hilmar Jónsson
greinir að notkun vísiorða fyrir endurvísun og bendivísun þegar vísað
er til málsamhengis er það hvort um er að ræða nálægð við þann mállið
sem vísiorðið er samvísandi við. Tilvist slíks málliðar, sem nefna má
tilvísilið, í nánasta málsamhengi virðist meginskilyrði fyrir notkun
vísiorða fyrir endurvísun í íslensku.1 Sé nálægð tilvísiliðar og vísiorðs
rofin eins og í dæmum (23), (25) og (27) verður notkun vísiorða fyrir
bendivísun eðlilegri. En slík vísun kemur einnig til greina þótt um
sé að ræða nálægð við tilvísilið eins og fram kom í dæmum (19), (20)
og (21) að framan. I slíkum tilvikum eru vísiorð bendivísunar og end-
urvísunar þó ekki fyllilega jafngild. Sé valið vísiorð fyrir bendivísun
er samhengið við tilvísiliðinn með nokkrum hætti rofið, málheildin
leyst upp, en notkun vísiorðs fyrir endurvísun bindur málheildina
saman. Vísiorð fyrir bendivísun eiga því einkum við í huglægum,
lýsandi stíl, en síður þar sem stíllinn er hlutlægur og knappur. Þessi
munur er greinilegur sé litið á dæmi (19), þar sem þarna ætti sýnilega
best við í huglægri, persónulegri frásögn, en þar félli að hlutlægum
stíl.
Hér verður staðar numið við almenna lýsingu á hlutverki þeirra
vísiorða sem fram koma við bendivísun. Ljóst er að erfitt er að halda
því skýrt aðgreindu frá hlutverki vísiorða endurvísunar, sem fyrst og
fremst eru bundin vísun til málsamhengis. Til viðbótar þeim skyldleika
sem þegar hefur verið gerð grein fyrir kemur að vísiorð endurvísunar
geta látið í ljós bendivísun:
(28) Sá er góður, sagði Árni og lagðist á flautuna. Hvernig gat
mannskrattinn leyft sér að beygja inn á aðalbraut beint í veg
fyrir hann?
(29) (Hjón eru inni í verslun í þeim erindagerðum að kaupa skyrtu
á manninn. Konan segir við afgreiðslustúlkuna:) Áttu skyrtu
á hannl
(30) Þar kemurðu loksins, sagði Laufey um leið og hún opnaði
dyrnar og sá móður sína haltra upp stigann.
Möguleikinn til bendivísunar með þessum vísiorðum er þó mjög tak-
markaður. Sá kemur aðeins til greina fyrir bendivísun sérstætt fremst
3 Heitið tilvísiliður tekur til þess sem á erlendum málum er nefnt antecedent. Tilvísi-
Iiður er heppilegra heiti en bein þýðing erlenda orðsins (,,undanfari“) að því leyti að
málliðurinn sem vísiorðið er samvísandi við getur bæði staðið á undan og á eftir vísiorð-
inu.