Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 234
232
Jón Hilmar Jónsson
öllum þeim fjórum orðum sem nefnd hafa verið að framan, hérna,
þarna, núna og svána (svona)J Lítum á einstök dæmi:
3.1.1 hérna
Um hérna eru allmörg dæmi tiltæk. Að miklu leyti er um svo hliðstæð
dæmi að ræða að nægilegt er að tilfæra nokkur þeirra. Fjögur fyrstu
dæmin eru úr handritum frá 13. öld, hið fimmta frá 14. öld og hið
síðasta úr handriti frá um 1400:6
(32) ok skekr at honum sverðit. Þyckiz þv Ketill einskis eiga at
hefna. ok se herna at eigi er heilinn þornaðr a. ok skekr þa
enn at honum sverðit. (Heið. 91:9)
(33) Vpp etlom ver nv gefnar görsimar. Konvngr melti. Til er
borþkerit herna. ÞiG þat byscop fe er i. (Mork. 404:23)
(34) Ec atta .ii. lvti þa er mer þotto baztir er ec com iland. þat
var boc sia herna. oc drotningin. er nv þicci mer hvaR a/ðrom
veRi. (Mork. 388:21)
(35) oc mœlte sva. se herna. mör mon son geta. (Alex. 64:24)
(36) Se herna. ek mun senda eingil minn þann er firir þer fari ok
vardueiti þik oc tei þier. (Stj. 304:38)
(37) Sjá bregðr þá hendi sinni upp yfir hpfuð honum ok mælti:
,,líttu hérna“ sagði hann ,,undir hpnd mér,“ ok síðan sér Oddr
alt þat er honum var til merkja sagt. (Örv. 178:13)
3.1.2 þarna
Elstu tiltæk dæmi um þarna eru þessi:
(38) ok tekr hann til orða Þormoðr er siðarst slo a teignvm. menn
fara þarna kvað hann. (Heið. 85:14)
(39) ,,En allz mer virdiz, attv vnðraz slika Ivti, þa mvn ek nv fleira
tala verða en sva, at þorf væri; ok er til þessa saga la/ng;
at þat var þar na, konungr!“ segir Roðbert, ,,at ek var senðr
til fostr(s) ok nams Rodgeiri iarli, foðr þessa Mannz.
(Konr. 55:7)
5 Vísiorðin svo og svona hafa í fornmáli myndirnar svá og svána. Hér er ástæðulaust
að greina skýrt á milli þessara mynda, og verður að jafnaði talað um vísiorðin svo
og svona nema sérstaklega sé átt við fornmálsmyndirnar.
6 í þeim dæmum sem tilfærð verða er ekki hirt um að auðkenna bönd og styttingar
í handritum.