Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 236
234
Jón Hilmar Jónsson
(47) „Svá má vera,“ sagði Ófeigr; „unnu þér eiðinn?“ segir Ó-
feigr. „At vísu“, spgðu þeir. „Svá mun verit hafa,“ sagði
hann; „eða hversu kváðu þér at orði? Eigi svána, at þér
skyldið þat dœma, at þér vissið sannast ok helzt at lpgum?
Svá myndi þér mæla.“ Þeir kváðu svá vera. (Band. 322:26)
(48) Bola uar æ hennde Biarna. Þáá er skirsla uar sen. kalladi kon-
ungur hann brunninn. enn byskup ueitti eingin ath ku^de.
konungr bad Þorarin sia. enn hann suarar. þo at þier kallit
Biarna eigi skirann. þsá giolldum uígr alldreigi þess er þier
berit áá oss hier um. konungr bat Þorstein sia. Þorsteinn mœlti
j þui er hann saa haunndina. þar er ok suana. konungr jnnti
til hui kuattu suo ath. Þorsteinn kuat þeim mundu ofleingi
frestazt upp festing þeirra ef hann segde adr sauguna. konungr
kuat þessa uera skylldu daulina. (Ól. 807:35)
3.1.5 -na viðskeytt persónufornafni
í fornmáli er viðskeytið -na ekki einskorðað við þau fjögur vísiorð
sem nú hafa verið nefnd. Þess eru einnig dæmi að -na sé skeytt við
mynd persónufornafns. Dæmin eru þessi, tvö hin fyrri í handritum
frá 13. öld, hið síðasta í 15. aldar handriti:
(49) „Hvi er hann [o: boginnj egi upbendr?“ Leikarinn svaraþi:
„Egi ma þat, fyr þvi at or dregr staþinn allann ór honom
þa.“ Postolinn svaraþi: ,,Er þatna. Satt segi ec þer, at sva
sem boginn ma egi einart uppi standa, sva er ok farit manligo
eþli.“ (Jóns s. post. III 459:21)
(50) Þar k0mr imoti honom vagnkarll einn. oc var í ca/svngi
siþvm. Þa melti Styrkarr. Villtv selia ca/svngiN bvandi. Hann
s. Eigi þerna þv mont vera Norþmaþr oc keNi ec þess a mali
þino. (Mork. 280:20)
(51) En er Feima kom inn í hellinn, heilsuðu þau henni, ok spurðu,
hvar Kleima, systir hennar, væri; hún svarar: gettu þessnal
hún liggr dauð út með fjörum, en ek særð banasári. (Gríms
s. loðink. 147:18)
3.1.6 -na laust frá vísiorði
Þau dæmi sem hér hafa verið rakin sýna mikilvæg frávik frá þeirri
stöðu sem viðskeytið -na hefur í nútímamáli. Að því er varðar setning-