Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 237
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na
235
arlega stöðu og dreifingu viðskeytisins skera þær myndir sig mjög úr
þar sem -na kemur fyrir viðskeytt fornöfnum. En dreifing viðskeytisins
víkur enn frekar frá nútímamáli í því að það kemur fyrir án þess að
vera beint viðskeytt vísiorði. Það er þó naumast tilviljun að í öllum
þeim dæmum er notkun -na samfara vísiorði í nánasta umhverfi. Ekki
er því ástæða til að ætla annað en að hér sé hið merkingarlega sam-
band viðskeytisins við vísiorð hið sama og ella í fornmáli, þótt setning-
arleg staða þess sé önnur. í handriti frá 14. öld er dæmi um þar-na\
(52) hon þreifar vm hann ok mœllti fair venti ek at þinir iamningiar
se. xvííj. vetra gamlir. en er hon þreifaði vm siþvna þa mœllti
hon þar hneit viðna en þo mantv aftr koma. (Hauksb. 450:12)
Frá 15. öld er dæmi um suo-na:
(53) Gud. [o: Guðmundur] mœllti. ecki kann ek nu hlut j at eiga
ef þu ueitzt þetta giorr enn ek. þorarinn mœllti. far þu suo
med na. (AM 162 c fol. 44:13)
Frá svipuðum tíma er hliðstætt dæmi í öðru aðalhandriti Konráðs
sögu, Sthm 7 fol. í útgáfu Cederschiölds á sögunni er farið eftir hinu
aðalhandritinu, Sthm 7 4°. Þar stendur:
(54) ,,eða hvert er namn þit?“ Hann svarar: ,,Ek heitti Konraðr,“
segir hann. ,,Sva iamt,“ segir hon. „Þikir þat gott nafn,“ segir
hon, ,,a yðrv landi?“ (Konr. 59:22)
í Sthm 7 fol. stendur í stað iamt myndin jafntna.
Loks er að nefna þrjú dæmi þar sem -na kemur fyrir í nánasta
umhverfi við fornafnsmyndina þat. Tvö hin fyrri eru úr handritum frá
14. öld, hið þriðja frá 15. öld:
(55) Svá segja menn at njósnarmaðr sá, sem séð hafði flota Har-
alds konúngs, mœlti við dœtr Þorkels: Þat sögðu þér, Geysu-
dœtr at Haraldr konúngr mundi eigi koma til Danmerkr.
Dótta Þorkelsdóttir svarar: þat var í gærna. (Fornm. s. 6
254:9)
(56) hann kastar a þa ordum ok spyr huort mikit gangi a skip-
smidina. þeir segia æigi þat vera. hann spyr huat þui uallde.
þeir segiazst æigi fa tre suo stort ne gott at heyre til kialarins.
þat hefui ek spurtna sagde hinn komne madr ok hafui konungr
þo latid vijda vm sopazst. (Flat. I 433:29)