Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 238
236
Jón Hilmar Jónsson
(57) Þeir Guðmundr koma nu til skips um kveldit. Oddr mælti:
vartu á land upp? sagði Oddr. Þat varna, sagði hann, ok hefi
ek þat svá gjört, at mér hefi mest gaman at þótt, at græta
Finnurnar, ok muntu vilja fara með mér á morgun? Þat ferr
fjarri, sagði Oddr. (Örvar-Odds s. 174:13)
3.1.7 Merkingareinkenni -na
Samanburður á stöðu viðskeytisins -na í fornmáli og nútímamáli
með hliðsjón af þeim dæmum sem hér hafa verið tilfærð sýnir greini-
legan mun að því er tekur til merkingarlegs hlutverks. Það er athyglis-
vert að öll dæmin eiga það sameiginlegt að liðurinn -na kemur fyrir
innan beinnar ræðu, í ummælum sem lögð eru í munn sögupersónum.
I þessu felst sú vísbending um hlutverk viðskeytisins að það sé með
nokkrum hætti háð sjálfum tjáskiptunum og afstöðu mælandans við
þau. Að því leyti er um að ræða vissan skyldleika við það hlutverk
sem viðskeytið -na er bundið við í nútímamáli. Annað atriði sem einn-
ig sýnir greinilegt samhengi við nútímamál er að í öllum dæmunum
er -na tengt vísiorði, hvort sem vísiorðið lætur í ijós bendivísun eða
endurvísun og hvort sem liðurinn er áfastur því eða ekki. Það greinir
svo á milli að í nútímamáli er möguleikinn til að tengja -na við per-
sónufornöfn ekki lengur fyrir hendi. En að hvaða marki er viðskeytið
-na bundið bendivísun í þeim dæmum sem tiltæk eru úr fornmáli?
Ljóst er að a. m. k. hluti dæmanna gefur tilefni til þeirrar túlkunar
að liðurinn -na feli í sér bendivísun. Þrjú af dæmunum um þarna,
(38), (40) og (41), láta í ljós eiginlega bendivísun, afmörkun nálægðar
miðað við tjástað. Sama er að segja um þorra dæmanna um hérna.
Þar skerpist bendivísunin raunar í mörgum tilvikum af nálægð so. sjá
(í einu dæmi so. lítaj sem felur í sér að mælandinn afmarkar nálægð
við tjástað gagnvart viðmælanda sínum (se hérna, líttu hérna), jafnvel
svo að bending fylgir vísuninni. Má í því sambandi geta dæmis í papp-
írshandriti af postula sögum frá 18. öld sem ritað er eftir glataðri
skinnbók:
(58) Veiðimaðrinn svarar: ,,Se herna,“ segir hann, ok visar
hendinni niðr til bogans, er la aa golfinu, ,,her er minn afli
ok atvinna, þenna boga bendir ek dagliga med mörgum
sveita.“ (Tv. post. s. 598:7)