Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 242
240
Jón Hilmar Jónsson
þegar viðskeytið hefur styrkst í hlutverki bendivísunar, þar sem fyrir
er aðgreining endurvísunar og bendivísunar með sá og þessi.
4.3 Mismunandi skilyrði þarna og svona — ákvarðandi og lýsandi
vísun
Því er ekki að leyna að í þeim dæmum sem tiltæk eru úr fornmáli
sýnir þarna mun skýrari bendivísun en svána. Raunar virðist -na frem-
ur hafa áherslugildi í myndinni svána líkt og í myndunum þat-na og
þess-na en að um sé að ræða skýra bendivísun. Ef miðað er við tiltæk
dæmi í heimildum er full ástæða til að ætla að svona hafi ekki fengið
aðgreinandi hlutverk sem vísiorð fyrir bendivísun fyrr en í yngra máli.
Þögn heimildanna verður vitaskuld ekki notuð til beinnar aldurs-
ákvörðunar í þessu sambandi, en það eru önnur rök sem liggja til
þess að búast má við að þarna taki fyrr á sig aðgreinandi hlutverk
bendivísunar en svona. Ljóst er að aðgreining bendivísunar og endur-
vísunar breiðist í upphafi út frá þeirri aðgreiningu sem fram kemur
með vísiorðunum þessi og sá. Gera verður ráð fyrir að fyrsta stig
þeirrar útbreiðslu hafi náð til þess vísiorðs sem merkingarlega stendur
næst vísiorðinu þessi. Asamt þessi eru vísiorðin hér/hérna og þar/þarna
undirstöðuorð eiginlegrar bendivísunar, á þeim hvílir hin staðarlega
nálægðarafmörkun bendivísunar. Að vísu er sá munur á að með
hér/hérna, þar/þarna er tjáð sjálf nálægðarafstaðan, en þessi gerir grein
fyrir nálægðarafstöðu til ákveðins fyrirbæris sem vísunin beinist að.
Nálægðarvísun þessi má svo skerpa frekar með vísiorði sem á við ná-
lægðarafstöðuna eina. Þegar í fornmáli koma fyrir dæmi um sjá/þessi
hérna:
(67) En er Petr ser þenna lærisvein, mælir hann við Jesum: ,,Drott-
inn, hvat skal sia herna?“ (Jóns s. post. 416:21)
I nútímamáli Iáta vísiorðin hér, hérna, þarna og þessi (þessi hérna,
þessi þarna) öll í ljós nálægðarafstöðu þess sem vísunin á við, vísimiðs-
ins, til tjástaðarins.8 Vísun svona/svo er hins vegar ekki bundin beinni
nálægðarákvörðun á þennan hátt, heldur beinist hún að hætti eða
eiginleika vísimiðsins. Þessi munur kemur skýrt fram við samanburð
á dæmum (68) og (69), (70) og (71):
Heitið vísimið er hér haft um það sem á erlendum málum er nefnt referent.