Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 249
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na
247
og snertir vísun með svo má hugsa sér að hún fylli eins konar kerf-
iseyðu, um sé að ræða áhrif frá sérstæðum háttarákvæðum sem mynda
þríliða andstæðu. En notkun það skýrist einnig af því að í þessari setn-
ingarstöðu er ekki um að ræða andstæðu ákvarðandi og lýsandi vís-
unar. Það er ekki heldur aðeins það sem leitar á sem vísandi ákvæði
með lo./ao. við hlið svo og svona, heldur einnig vísiorðið þetta sem
lætur í ljós bendivísun:
(100) Þú átt kannski ekki von á því að Helgi litli sé orðinn J^^'a
stór? sagði Guðrún um leið og hún tók barnið í fangið.
Á sama hátt og það er þetta auk þess sérstaklega bundið miðstigi,
þar sem svona á ekki heima:
(101) Hvað er að sjá þig, ertu haltur? — Já, en ég er orðinn þetta
betri en ég var um daginn. Pá gat ég ekki stigið í löppina.
Þótt ekki séu staðfest dæmi um þetta fyrr en úr allra yngsta máli verður
að gera ráð fyrir að það komi upp samhliða það í þessari stöðu. Það
styrkir svo vísiorðin það og þetta í hinu nýja hlutverki að svo hefur
í yngra máli í auknum mæli losnað frá vísihlutverki sínu í þessari stöðu
og orðið að stigákvæði:
(102) Er bókin ekki leiðinleg? — Nei, hún er svo skemmtileg.
4.4.4 Vísiorð sem háttarákvæði með nafnorði
I fornmáli koma einkum tvö vísiorð fram sem háttarákvæði með
nafnorði, slíkr og þvílíkr.'0 í þeim málheimildum sem kannaðar hafa
verið hafa ekki fundist ótvíræð dæmi um eiginlega bendivísun með
slíkr í þessari stöðu. En þess eru dæmi að slíkr láti í ljós óeiginlega
bendivísun, vísun til málsamhengis án tilvísiliðar:
(103) Snorri mælti: ,,Mér þykkir þú harðligr ok mikilfengligr, en
þó get ek, at þrotin sé nú þín in mesta gæfa, ok skammt
get ek eptir þinnar ævi.“ ,,Vel er þat,“ segir Skarphéðinn,
,,því at þá skuld eigu allir at gjalda. En þó er þér meiri nauð-
syn at hefna fpður þíns en spá mér slíkar spár.“ (Nj. 300:6)
10 Rétt er að geta myndanna slíkr svá og þvílíkr svá sem koma fyrir nokkrum sinnum
í fornmáli (sbr. Fritzner 1954). Ekki verður séð að þær séu merkingarlega aðgreindar
frá myndunum slíkr og þvílíkr.