Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 251
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na
249
myndir í lýsingarorðsbúningi þegar þau standa með nafnorðum með
því að bæta við sig orðmyndinni lagaður. Dæmi um hin nýju hliðstæðu
vísiorð fara ekki að koma fram í heimildum fyrr en seint á 19. öld.
í OH er að finna nokkur dæmi um svona (lagaður) með óeiginlegri
bendivísun:
(108) Vinstrimenn hafa haldið því fram, að svona löguð
ráðsmenska á fé þjóðarinnar væri stjórnarskrárbrot. (OH,
lok 19. aldar)
(109) Sjóli ekki sagðist fær / við ,,5vona“ menn að tala. (OH, um
1900)
(110) ég er vanur á svona skipum. (OH, upphaf 20. aldar)
(111) Svona embættismönnum má þykjast af. (OH, upphaf 20.
aldar)
Meðal elstu tiltækra dæma um þannig (lagaður) eru:
(112) að þannig lagaður lögskipaður barnalærdómur muni ekki ná
tilgangi. (OH, lok 19. aldar)
(113) að menn voru alveg ólærðir á að meðhöndla þannig vélar.
(OH, upphaf 20. aldar)
Svoleiðis (lagaður) sem hliðstætt ákvæði kemur og fram á 19. öld:
(114) líka held eg segja, að hún sé kærasta þín, og þú biðjir hann
að skrifa svoleiðis bréf til foreldra sinna, að hann segði svo-
leiðis, hvað mikil ánægja sýndist sér það, að ef einhver af
sínu fólki væri til sín komið. (Kon. bréf 59:22)
Enda þótt vísiorð fyrir sérstæða háttarákvörðun hafi yfirfærst til
hliðstæðrar háttarákvörðunar með nafnorðum er innbyrðis afstaða
þeirra ekki fyllilega sú sama í báðum tilvikum. Sem hliðstætt ákvæði
lætur þannig síður í ljós bendivísun, eiginlega bendivísun a. m. k., en
sem sérstætt háttarákvæði. Ástæðan er vafalaust sú að meðal hliðstæðra
háttarákvæða gegnir slíkur hliðstæðu hlutverki og þannig meðal
sérstæðra ákvæða, er eins konar grunnákvæði sem tekur bæði til endur-
vísunar og bendivísunar. Munurinn er þó sá að slíkur hefur enn merktara
stílgildi sem ritmálsorð en þannig meðal sérstæðra háttarákvæða, og
í nútímamáli lætur það naumast í ljós eiginlega bendivísun. í huglægum
talmálsstíl fer raunar að jafnaði illa á að nota vísiorðið slíkur við háttar-
vísun hvort sem um er að ræða endurvísun eða bendivísun: