Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 261
259
Um vísiorð í íslensku og viðskeytið -na
hins vegar upphaflegast í vísiorðinu þarna. Vísiorðin hérna og núna
hafa sérstöðu, þar sem stofnmyndirnar, hér og nú, eru sjálfar bundnar
bendivísun, en einnig þar má greina vissa aðgreiningu þar sem við-
skeyttu myndirnar fela í sér skarpari bendivísun.
Því er ekki að leyna að ýmislegt hefur orðið útundan í þessari athug-
un í sambandi við viðskeytið -na, útbreiðslu þess og merkingu og hlut-
verk þeirra orða sem það hafa að geyma. Meðal annars væri forvitni-
legt að athuga merkingareinkenni tvöföldunarmynda viðskeytisins,
mynda eins og hérnana, þarnana og fleiri sem nokkuð hefur gætt í
vissum landshlutum a. m. k., einkum merkingarafstöðu þeirra til
styttri myndanna (sbr. Sigurður Jónsson 1976). Þá eru orðmyndirnar
sá arni og að tarna og afbrigði þeirra girnilegt athugunarefni. Svo er
að sjá sem þær myndir séu sprottnar af myndinni þarna, og væri fróð-
iegt að athuga þau merkingartengsl sem þar eru á ferðinni (sbr. Björn
Karel Þórólfsson 1925:101-102).
Loks er að nefna þá notkun orða á -na sem snýr að talmáli sérstak-
lega. Algengt er í talmáli, í beinum tjáskiptum andspænis viðmælanda,
að orðin hérna, þarna og svona gegni hlutverki sem fremur er mál-
notalegt en merkingarlegt, að þau komi fram sem eins konar stoð-
eða fylliorð:
(156) Hefurðu lesið hérna Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarsson?
(157) Hverjir skrópuðu? — Það voru víst Kalli og hann hérna
Siggi, sonur Gunnu Páls
(158) Manstu eftir þarna ljóshærðu stelpunni sem við hittum á ball-
inu?
(159) Það er búið að selja gamla rauða húsið, þú veist þarna sem
presturinn átti
(160) Við vorum bara svona að tala um það . . . hann á Sjómanna-
skólanum og ég ætlaði að vinna á spítala. (Tvö leikr. 73:15)
(161) Já, en ég meina svona hvundags. (Tvö leikr. 58:15)
Vissan skyldleika má greina með því hlutverki sem hér er á ferðinni
og hlutverki sömu orða sem vísiorða fyrir bendivísun. Það minnir á
óeiginlega bendivísun að með notkun þessara orða höfðar mælandinn
til samvitundar við viðmælanda sinn, lætur í ljós að viðmælandinn hafi
forsendur til að ráða þá vísun sem um er að ræða. Þetta virðist einkum
eiga við um notkun þarna og svona. Notkun hérna vísar fremur, eða
meðfram a. m. k., til vitundar mælandans eins, mælandinn gefur