Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 265
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Einhljóð eða tvíhljóð?
Nokkrar athugasemdir um sérhljóðakerfi fornensku
1.
1.0
Fornenska sérhljóðakerfið hefur orðið tilefni ýmiss konar deilna.
Um áratuga skeið hafa málfræðingar verið ósáttir um, hvernig skilja
beri þau sérhljóðasambönd í riti (digraphs), sem venjuiega eru nefnd
,,löng“ og ,,stutt“ tvíhljóð. Hér verður rætt um tvítákn, löng og stutt.
Löng tvítákn eiga sér rætur í indóevrópskum tvíhljóðum: éast ‘austur’,
déop ‘djúpur’, þéod ‘þjóð’ o. fl. Þau stuttu eru hins vegar ensk fyr-
irbæri, oft til orðin vegna áhrifa samhljóða eða sérhljóða í næsta um-
hverfi: ceald ‘kaldur’, eahta ‘átta’, meolu ‘mjöl’ o. fl.
1.1
1.1.1
I hefðbundnum málfræðiritum er gert ráð fyrir, að tvítáknin merki
tvenns konar tvíhljóð, löng og stutt. Nefna má Luick (1921:97),
Wright & Wright (1925:7-9) og Sievers (sjá Brunner 1965:24-28).
Einnig má nefna Kuhn & Quirk (1953:154-156, 1955:400), Kuhn
(1961:532), Samuels (1953:24-28), Campbell (1959:108), Malone
(1959:260), Ney (1968:48-49), Pilch (1970:65) og Prins (1974:52).
King hefur aðeins minnst á kerfi stuttu tvítáknanna. Hann aftekur
ekki einhljóðstúlkun en segir, að ekkert í rithefð, síðari þróun ensk-
unnar eða í hljóðkerfisfræði mæli gegn hinni hefðbundnu skoðun
(King 1972:189).
1.1.2
‘Generatífistarnir’ Lass og Anderson hafa þetta um málið að segja
(1975:79):
Facts. The historical developments of the entities represented by the
long and short digraphs suggest that they belonged respectively to the
same classes as the long and short vowels: e.g. the reflexes of éa, éo.