Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 269
Einhljóð eða tvílrljóð
267
superior to the traditional view that the old English reflexes were stili
actual diphthongs [. . .]. A distinct tendency of these Proto-Germanic
diphthongs toward assimilation of the two elements, often leading to
monophthongization, is apparent in Old Saxon [. . .], Old High German
[. . .], and Old Norse [. . .].
Síðar segir hann einnig (1967a:ll-12):
[. . .] it is obvious that Old English, like Old Saxon and East Nordic,
had already converted the Northwest Germanic clusters into monoph-
thongs.
Þetta krefst nánari athugunar. I fyrsta lagi er hér um að ræða breyting-
ar, sem eru algjörlega óháðar hinum fornensku. í öðru lagi eru þær
ekki sambærilegar við þá þróun, sem Antonsen vill rökstyðja. Að vísu
er einhljóðun nokkurra hljóða einkenni fornsaxnesku. Hún varðveitir
þó iu, io. í fornháþýsku eru einnig dæmi um skilyrta einhljóðun. Um
norræna eihljóðun má segja, að helst er hún einkenni austurnorr-
ænna mála. Þar er hún þó ekki algild sbr. gotlensku, mál víðsvegar
í Svíþjóð og mál austan Eystrasalts. Fornenska einhljóðunin er hins
vegar að mati Antonsens skilyrðislaus og almenn, og býsna hæpið er,
hvort það styður kenningu Antonsens að nefna slík fyrirbæri til saman-
burðar.
Kerfi löngu hljóðanna er sambærilegt hinu stutta (sbr. Antonsen
1967b:37-38). f fyrri ritum sínum gengur Antonsen (1961, 1963) út
frá fjögurra hæða kerfi (4+4+3 + 1), síðar (1967b) út frá þriggja hæða
kerfi (4+5+3). Enga hliðstæðu við slíkt kerfi er þó að finna t. d. í
samantekt Hocketts (1955), A Manual of Phonology, og kerfi, þar
sem uppgómmælt sérhljóð eru svo miklu fleiri en þau framgómmæltu,
væri að líkindum týpólógískt einsdæmi. Einnig bendir fátt til, að í
nokkrum germönskum málum hafi þróast ókringd, uppgómmælt, ná-
læg eða miðlæg sérhljóðsfónem, þannig að að því leyti yrði fornenska
einnig einsdæmi, ef farið væri eftir greiningu Antonsens. Hugmyndir
Antonsens um hljóðkerfi fornnorrænna mála eru svipaðar þessu.
1.5
Ljóst er, að fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um túlkun þessa vanda-
máls. Helstu rök fyrir tvíhljóðstúlkun (löng og stutt tvíhljóð) í
fornensku eru annars dregin saman í ritum Pilch (1970:64-67) og
Welna (1978:19-21) og vísast til þeirra hér.