Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 270
268 Margrét Jónsdóttir
2.
2.0
I íslensku eru allmörg tökuorð úr forn- og miðensku, sem hér væri
fróðlegt að leggja á vogarskálarnar. Benda þau til einhljóðs eða tví-
hljóðs? Hér verður litið á nokkur fornensk tökuorð með þetta í huga.
Þess má geta, að fornenskan er talin ná til 1100.3
2.1
Eiginnöfnin Játgeir, Játmundur og Játvarður eru tökuorð úr
fornensku sbr. Eadgar, Eadmund og Eadward (de Vries 1962:291)/
Þessi orð eru gömul í málinu; í kvæðum Ottars svarta, sem uppi var
á 11. öld, eru 3 dæmi um tvö fyrstnefndu orðin (Finnur Jónsson
1967:292, 297(2.8, 3.3, 3.7)). Kvæði þessi fjalla um þekktar söguper-
sónur. I þessum vísum eru umrædd orð öll tvíkvæð (líklega). Líklegt
er, að um rísandi tvíhljóð hafi verið að ræða. Hlýtur þetta ekki að
benda til þess, að tvíhljóð hafi verið í fornensku? Ef einhljóðstúlkun
Hocketts eða Antonsens væri rétt, hefði sérhljóðið í fyrsta morfemi
þessara eiginnafna verið hjá Hockett /a:/, hjá Antonsen /e:/. Þá er
vandséð, hvernig slíkt hljóð gat skilað sér í íslensku eins og raun ber
vitni. Sé hins vegar gert ráð fyrir tvíhljóði í fornensku myndunum,
annað hvort /e:a/ eða /e:e/, er já einmitt það sem við væri að búast
skv. öllu því, sem vitað er um þróun slíkra sérhljóðaraða í fornmálinu.
2.2
Þessi tvíhljóð urðu síðar að einhljóðum sbr. 2.4. Fyrir þann tíma
má búast við, að önnur tökuorð úr fornensku séu komin inn í íslensku.
Þar á meðal eru Bjár,s bjór sbr. béor, strjóna sbr. stréon (de Vries
1962). Nafnorðið Ijóðbiskup hefur einnig verið álitið fornenskt töku-
3 í þessum hluta er algjörlega farið eftir orðabókafróðleik um íslensku. Fornenskar
orðmyndir fara eftir bók Clark Hall (1969), nema annað sé tekið fram. Oft hafa þó
einungis verið sett inn lengdarmerki.
4 Ead- á að vera langt, Éad-, sbr. auður og fornenska nafnorðið éad. En fyrri liður
þessara eiginnafna hefur einmitt verið skýrður svo (Withycombe 1973:87-90). t í Ját-
kemur á óvart. I ensku var um raddað, tannmælt lokhljóð að ræða, og í íslensku hefur
í þess stað komið eina tannmælta lokhljóðið, sem komið gat fyrir í þessari stöðu.
5 í Snorra-Eddu segir (Snorri Sturluson 1931:4-5):
[. . .] hans s(onr) Biaf, er ver kollvm Biar [. . .].
Þetta orð er talið eiga sér hliðstæðu í fornensku Béow, Béaw, sbr. einnig béow ‘bygg’
og eina af mörgum skýringum á Béowulf(Klaeber 1950:xxviii).