Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Blaðsíða 271
269
Einhljóð eða tvíhljóð
orð sbr. léodbisceop (Halldór Halldórsson 1969:124). Halldór og Alex-
ander Jóhannesson (1956:1125) telja einnig líklegast, að prjónn sé
tökuorð úr fornensku, sbr. préon. Það hefur þó verið dregið í efa
(de Vries 1962:428). Ekkert mælir þó gegn því hljóðfræðilega. Einnig
má nefna -þjófur í Valþjófur sbr. Wealh-þéo(w) (Klaeber 1950:440),
enda þótt ekki séu allir sammála um uppruna þess orðs (de Vries
1962:613). Hins vegar leikur grunur á, að nafnorðið bákn sé tökuorð
úr fornfrísnesku (Fischer 1909:27). Ef orðið væri komið úr fornensku,
hefði það væntanlega orðið *bjákn sbr. fornenska béacen, biecen, sbr.
einnig djákn, djákni, sem talin eru tökuorð úr fornensku (de Vries
1962:77). Alexander Jóhannesson (1956:991) taldi nafnorðið fljóð vera
tökuorð úr fornensku sbr. -fléd, -flæd. Það hefur þó verið dregið í
efa (de Vries 1962:132). T. d. benti Holthausen (1948:67) á tengsl
við fornenska nafnorðið fléoðe, fléaðe ‘vatnalilja’ sbr. fornháþýska
fliod. Benda má á þýska nafnorðið Flieder ‘yllir’ og þá hefð í skáldskap
að kenna konur við runna.6
Skoðun Alexanders er afar ósennileg. í fornenska nafnorðinu er
einhljóð. Fornenskt /æ:/ gæfi íslenskt æ sbr. næpa og næp, snæða og
snædan (de Vries 1962:413, 527). /e:/ gæfi að líkindum é eða ei. Til
stuðnings því síðarnefnda má nefna nafnorðin teinœringur sbr.
fornensku tén ‘tíu’ og beiningamaður sbr. fornensku bén ‘bæn, beiðni’
og béna ‘sá, sem biður’. Þetta eru þó aðeins tilgátur. Ljóst er þó,
að síðarnefnda orðið væri mjög óvenjulegt í íslensku, þar sem engin
sögn er til við hlið þess. Orðmyndunin er því einkennileg. Þetta orð
hefur verið tengt við nafnorðið beini. de Vries (1962:580) telur hins
vegar, að tein- í teinœringur sé komið úr miðlágþýsku.
2.3
Vera má, að í íslensku kunni að leynast fleiri orð, sem telja mætti
fornensk tökuorð. Nefna má orð eins og hjá- í hjákátlegur, skjáta,
6 Svo gæti virst sem nafnorðið frjádagur og fleiri orð með sama forlið ættu heima
hér (sbr. Alexander Jóhannesson 1956:1003). Samsvarandi orðmynd í fornensku er
Frigedæg. Fremur hefði mátt búast við orðmyndinni *frídagur, ef um fornenskt tökuorð
er að ræða, sbr. bílífi og stívarður. (Reyndar telur de Vries (1962:36) bílífi einnig geta
verið úr miðlágþýsku, og Eyvindur Eiríksson (1981:87) stívarð vera miðenskt tökuorð.)
Hins vegar er rétt að benda á, að seint í fornensku renna saman myndirnar fréa, fréo
°g frig (sbr. Clark Hall 1969:137-139), og er þá e. t. v. ekki fráleitt, að frjá- í íslensku
orðunum eigi sér uppruna í löngu tvíhljóði fornenskunnar. Norrænar eru frjái- orðmynd-
imar naumast. de Vries (1962:143) minnist á fomfrísneskan uppruna.