Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 272
270 Margrét Jónsdóttir
skjátlast og bjáta (á). Síðarnefnda sögnin hefur vafist fyrir mönnum
(Alexander Jóhannesson 1956:179):
sehr fraglich ist, ob bjáta vb. aus *bi-hátta entstanden ist: e-u bjátar „et-
was wird bewegt“, e-ð bjátar á „etwas stösst zu; verhindert", bját n.
,,bewegung“, norw. dial. bjatta ,,vorwártskommen“ [. . .].
Af merkingarfræðilegum ástæðum m. a. er þessi skýring ekki gæfuleg.
Hins vegar mætti benda á fornensku tvöföldunarsögnina béatan ‘slá,
meiða, þjóta, trampa’, ábéatan ‘slá, brjóta, láta detta’, einnig nafnorð-
ið béat ‘ógnun’, enda þótt merkingartengsl mættu vera ljósari.
2.4
Fræðimenn hafa ekki verið á eitt sáttir um, hvort nafnorðið prestur
sé úr fornensku eða fornsaxnesku. Halldór Halldórsson (1969:122-
125), sem rakið hefur skoðanir hinna ýmsu fræðimanna á þessu orði,
telur orðið komið úr fornsaxnesku.
I elstu ensku er orðmyndin préost. Langa tvíhljóðið einhljóðaðist,
og eru fræðimenn hvorki á eitt sáttir um tímasetningu né röð atvika.
T. d. telur Welna, að einhljóðun hafi orðið á elleftu öld, /ö:/. Þetta
nýja hljóð mun einungis hægt að staðfesta með miðenskum rithætti,
þar sem gamli rithátturinn var notaður allt fornenska tímabilið. Á 12.
öld afkringdist /ö:/ og rann saman við /e:/ alls staðar nema í vestri
og suðvestri, þar á 14. öld (Welna 1978:44-45 , 97). Tilvist kringda
hljóðsins hefur þó af ýmsum verið dregin í efa t. d. Reszkiewicz
(1971:294-295). Hockett (1959:597) telur einhljóðunina mjög forna,
a. m. k. á sumum svæðum.
Þetta orð vekur ýmsar spurningar. Ef um tökuorð úr fornensku væri
að ræða, mætti spyrja, hvers vegna orðið varð ekki *prjóstur *pröstur
eða *prœsturJ\ Ef um fornenskt tökuorð væri að ræða, væri prestur
ólíklegasta orðmyndin, vegna þess hve seint samsvarandi orðmynd þar
er til komin og hve íslensk dæmi eru gömul (sbr. Halldór Halldórsson
1969:122).
í fornsaxnesku var é, préstar (Gallée 1910:18). Svo er einnig í
miðensku eftir einhljóðun. I elstu íslensku var um stutt hljóð að ræða.
Halldór Halldórsson (1969:124-125) bendir á styttingu á undan str.
Slík stytting er þó alls ekki algild sbr. blástur, hreistur, ístra o. fl. orð.
I fornsaxnesku er r í prestar stofnlægt. Svo er ekki í fornensku.
En eins og Halldór (1969:110) telur, þá skipta beygingarfræðilegir