Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 273
271
Einhljóð eða tvíhljóð
þættir minna máli en hljóðfræðilegir. Að öllu samanlögðu er vænlegra
að telja orðið fornsaxneskt tökuorð, enda þótt ekki séu fullnægjandi
rök fyrir hendi.
3,
Af framansögðu er Ijóst, að fornensk löng tvítákn éa, éo virðast
gefa í íslensku já, jó í áhersluatkvæði. Það virðist styðja tvíhljóðstúlk-
unina. I íslensku eru einnig nokkur orð, sem talin eru tökuorð úr
fornensku og eiga sér þar samsvaranir við stutt tvítákn.
Halldór Halldórsson (1970:370) segir, að skáldaorðið harri sé al-
mennt álitið vera fornenskt tökuorð sbr. hearra. Eins og Halldór tekur
fram, hefði fremur mátt búast við orðmyndinni *hjarri. Því til stuðn-
ings mætti benda á jarknastein sbr. eorcnanstán, earcnanstán (de Vries
1962:290), sé það þá enskt tökuorð.
Ef um 'fornenskt tökuorð er að ræða, gæti orðmyndin harri stutt
þá skoðun, að hin svonefndu stuttu tvítákn hafi verið einhljóð. Orð-
myndin stallari styður það einnig sbr. fornenska steallere. Þess ber þó
að geta, að við hlið þeirrar orðmyndar er stallere (Bosworth 1898:913).
Hér verður einnig að geta Val- í Valþjófur sbr. 2.2. Hins vegar er ekk-
ert, sem mælir með því, að harri þurfi að vera tökuorð. Allt eins gæti
verið um fornan arf að ræða (og jafnvel norrænt tökuorð í
fornensku?). Um væri þá að ræða ‘expressífa’ lengingu (sama rót og
í her?) sbr. einnig gómsparri, karri, snerra o. fl. orð,7 svo að þetta
orð styður ekki endilega einhljóðstúlkun stuttra tvítákna.
7 bjalla hefur m. a. verið talið fornenskt tökuorð sbr. belle (de Vries 1962:38). Hefði
þá fremur mátt búast við einhljóði sbr. fornensku heden, íslensku heðinn, síðar héðinn,
sé það þá tökuorð. (Um heðinn, héðinn sjá de Vries 1962:215.) Mælir nokkuð gegn
því, að bjalla hafi verið fyrir hendi í norrænu nógu snemma til að klofning hafi getað
orðið á stofnsérhljóðinu?