Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 278
276
Orð af orði
En af sama toga og kál og kað, en með öðru viðskeyti, eru ísl.
kátn hk. ‘óhreinindi, . . .’ og kámur ‘dökkur, dökkleitur’ og líklega
einnig holl. kaan ‘mygluskán’ og þ. máll, kuenen kvk. ft. (< *kön-)
‘mygludoppur í víni’; sbr. og lettn. gánit ‘óhreinka, smána’. Svo virðist
sem í þessum germönsku orðum komi fram hljóðskipti germ. *ké-,
*kð-, *ka- (ie. *gé-, *gð-,*g3-), en ekki verður það efni rætt frekar
hér- Á.Bl.M.
véli, vélakind, vélasauður
Kk.-orðið véli er í íslensku haft um hrútviðrini eða viðriniskind. Ekki
eru gömul dæmi um orð þetta af bókum, en það er þó tilfært í Orða-
bók Blöndals og dæmin þar líklega frá ofanverðri 19. öld. Þá eru all-
mörg dæmi úr talmáli um orðið, bæði eitt sér og í samsetningum, en
það sýnist þó einkum bundið við sunnanvert landið. Viðrinisháttur
sá, er orðið vísar til, gat ýmist verið meðfæddur, stafað af einhverri
líkamlegri vansköpun skepnunnar, t. d. því að eistun komu ekki
niður, og nefndist hrútur alvéli ef bæði eistun voru uppi (í kviðarholi)
en hálfvéli eða eineistingur ef annað þeirra var á sínum stað. Nafngiftin
gat líka átt við það að skepnan væri tvíkynja, hefði t. d. hrútshorn,
en ekki önnur auðkenni hrúta. En viðrinishátturinn og nafngiftin véli
gat líka stafað af einhverri handvömm í sambandi við geldinguna og
hafði hrútsi þá t. d. einhverja smá-náttúru til ánna en gat þó ekki
gagnast þeim. Voru slíkir sauðir stundum líka nefndir vangeldingar,
frœgeldingar eða fræsar.
Orðið véli kemur, svo sem fyrr segir, fyrir í ýmsum samsetningum.
Aður var minnst á hálfvéla og alvéla, en einnig var talað um vélakind,
vélahrút og vélasauð.
En hvert er þá ætterni orðsins og uppruni? Það sýnist (samkvæmt
mér tiltækum heimildum) ekki eiga sér samsvörun í öðrum norr. mál-
um; og tæpast mun það leitt af so. véla ‘svíkja, leika á’ þótt merking
hennar liggi ekki mjög fjarri. Líklegast þykir mér að véli eigi skylt
við fhþ. widillo kk. ‘viðrini, tvíkynja skepna, linkumenni’ og fe. widl,
wiðl ‘óhreinindi, saurgun, . . .’, nír. fiothal ‘kyrkingsleg skepna,
dvergur, kerlingarskrukka, . . .’; véli þá e. t. v. <*weþlan <
*wiþ(a)lan (a-hljv.), síður <*wiþlan sem hefði fremur átt að verða
*víli. Um frekara ætterni þessara orða er allt óvíst. Sumir hafa tengt
þau lat. vitium ‘galli, afbrot’ og talið að orð þessi öll væru leidd af