Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 279
277
Orð aforði
ie. *uei- ‘beygja, snúa’. Aðrir hafa hallast að því að germ. orðin væru
í ætt við lat. vitiligo ‘útbrot á húð’ og viésco ‘sölna, visna’. En úr
þessu verður ekki skorið hér.
A.BI.M.
ríll kk. ‘skríll; geldfé’
Kk.-orðið ríll kemur fyrir í íslensku í mörgum og sundurleitum merk-
ingum. Auk ofannefnds tákngildis hefur orðmynd þessi merkingarnar
‘díll eða blettur; hjólspeli og teinn í vefjarskyttu; einsk. rennibor; sér-
stakur dans, . . .’ I flestum merkingum er orðið tökuorð og raunar
af ólíkum toga. Það er aðeins í tveim fyrstnefndu tákngildunum, sem
ætla má að orðmynd þessi sé innlendrar ættar og arftekin, þ. e. í merk-
ingunni ‘skríll, geldfé’ og ‘díll, blettur’. Hér verður aðeins fjallað um
ríll ‘skríll, geldfé’.
Allmörg dæmi eru um orðið ríll í áðurgreindri merkingu, en engin
eldri en frá 17. öld. Það virðist heldur ekki eiga sér samsvörun í öðrum
norrænum málum og af þessum ástæðum m. a. verður upphaflegt
stofnsérhljóð þess ekki ákvarðað með neinni vissu. Hér verður þó gert
ráð fyrir einföldu í í stofni orðsins. Ef litið er til merkingarsviðsins
‘skríll, geldfé’, geld-ríll, er trúlegt að ‘skríll’ eigi hér ekki við borgar-
múg, a. m. k. ekki í öndverðu, heldur við flökkulýð, hópa snauðs og
umkomulítils farandfólks, og verða þá tengslin við tákngildið ‘geldfé’
þ. e. fé sem rekið er á fjall og fer vítt yfir (andrætt: heimasetið kvífé)
augljósari. Þá benda og samsetningar eins og smáríll ‘krakka-hópur
eða -samsafn’, strákaríll ‘hópur stráka, . . .’ og óþarfaríll ‘óþarft hyski
eða umrenningar’ í sömu átt. Það er því ekki fráleitt að upphafleg
merking orðsins ríll hafi verið ‘straumur eða umferð fólks’ og þaðan
hafi svo æxlast tákngildin ‘flökkulýður’ og ‘geldfé eða fjallafé’. Ríll
er þá e. t. v. <*riþla- og í ætt við fe. rið kk., kvk. og ríðe kvk. ‘straumur,
lækur’, fsax. ríth ‘straumur’, sbr vgerm. árheitið. Ridula <*riþulö(n)
og fnorr. árheiti eins og Ríð og Ríða. Af sama toga er líklega d. rille
‘skorningur, renna’ <lþ. rille ‘regnvatnsskorningur’, holl. ril ‘vatns-
renna’, ne. rill ‘smálækur’ (vgerm. // <þ(u)l eða ðl). Orð þessi eru
líklega í ætt við lat. rivus ‘Iækur’, fi. riti ‘straumur, hraði’, fsl. roj
‘býflugnasveimur’ og árh. Rín, gall. Rénos (<*reinos), af ie. *rei-
‘streyma, renna’.
Eg hef drepið hér á þrjú íslensk orð, sem virðast ekki eiga sér
samsvörum í öðrum norr. tungum, en aftur á móti í vgerm. málum.