Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 280
278
Orð oforði
Og fleiri orðum af þessu tagi mætti bæta hér við, svo sem so. þaufa,
sem sýnist svara til fhþ. doubön ‘þvinga, temja, . . .’, eða so. þökta
er virðist samsvara fhþ. dahhazzen ‘bála upp, loga’ ofl. En þetta er
í sjálfu sér ekkert undrunarefni, enda vel kunnugt að oft geymast í
einni tungu forn og arftekin orð, sem týnst hafa í skyldum grannmál-
um. T. d. varðveita einstök norræn mál, svo sem sænska, norska eða
danska, orð af germönskum toga, sem glatast hafa í öðrum norr. tung-
um, en eiga sér kannski samsvörun í vgerm. eða agerm. málum.
Á.Bl.M.
rambelta
Einhverju sinni vorum við á Orðabók Háskólans spurð um útbreiðslu
orðsins rambelta sem notað er um leiktækið vegasalt. Spyrjandi taldi
það staðbundið og einungis notað í Hafnarfirði. Við athugun reyndust
engar heimildir vera um orðið í þessari merkingu í aðalseðlasafni orða-
bókarinnar, en í talmálssafni fundust örfá dæmi sem öll áttu rætur
að rekja til Hafnarfjarðar. Um þetta leyti var ég að spyrjast fyrir um
leiki og leikföng í útvarpsþáttunum og lét því þetta orð fylgja með.
Allnokkur svör bárust, bæði um no. rambelta og so. að rambelta. Flest
voru þau úr Hafnarfirði, en einnig fréttum við af þeim úr Mýrdal,
Skerjafirði, Eyjafirði og úr Vestmannaeyjum, þannig að ekki reyndust
þau algjörlega staðbundin. En fleira barst okkur í tengslum við þessi
orð. Hlustandi úr Önundarfirði sagðist hafa lært orðasambandið að
vega salt af bókum, þar hefðu börnin alltaf ramboltað. Hafnfirðingur
einn sagði að þar noti krakkar orðið rambelta um vegasalt en einnig
styttu myndina ramba. Þau tali þá um að ramba á römbunni. Þetta
þekktist einnig bæði í Bolungarvík og á Snæfellsnesi. Úr Hafnarfirði
fengum við dæmi um hk. orðið rambald, og segir heimildarmaður
svo: ,,Ramböld voru kallaðar tilfæringar til að vega salt en það var
kallað að rambelta.“ Svipaða sögu er að segja úr Vestur-Barðastrand-
arsýslu. Þar er talað um að hafa eitthvað á ramböldunum og er þá
átt við að eitthvað vegi salt. Á Stokkseyri er talað um að rambaldast
s. s. ‘vega salt’ og á Eyrarbakka er kk. orðið rambaldi notað um vega-
salt og so. að rambelta um að vega salt. Að lokum barst úr Kjósinni
dæmi um kvk. myndina rambelda s. s. ‘vegasalt’. Vegna þessarar um-