Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 281
279
Orð aforði
ræðu létu hlustendur okkur í té fleiri merkingar þessara orða. T. d.
gat Landeyingur þess að um barn, sem er að byrja að staulast um,
sé sagt: ,, Hann rœr á ramboldunum.“ Á Akureyri er orðið ramb-
ald notað um príl í krökkum, en í Strandasýslu er kk. orðið rambaldi
notað um eitthvað sem ekki er kyrrt eða sveiflast til og frá. Einnig
er það notað þar um illa hlaðinn móhrauk eða heysæti. Úr Hnappa-
daissýslu barst orðið rambalt notað um hornskakkan kassa eða stól
með einn fótinn styttri en hina. Árnesingur man eftir því að steinn
eða eitthvað þungt hengt í snæri á skellihurð hafi verið nefnt rambalt
og dæmi fengum við úr Þorlákshöfn um so. að rambolta í merkingunni
‘að bröltast í einhverju’. Eru nú dæmin úr talmálssafni OH upp talin.
I orðabók Sigfúsar Blöndals eru aðeins no. rambald og rambaldi
í merkingunum ‘klukkuás’ og ‘ás í kompás’ og hefur hann heimildina
um ‘klukkuás’ úr orðabók Konráðs Gíslasonar. I orðabók Björns Hall-
dórssonar er gefið upp kk. orðið ramballdi í merkingunni ‘klukkuás’.
I orðabók Fritzners eru engin dæmi um rambald hk. eða rambaldi
kk., en Eiríkur Jónsson hefur í sinni bók orðið rambaldi s. s. ‘klukku-
ás’. Sama er að segja um orðabók Cleasby-Vigfússon, þar finnst
rambaldi í sömu merkingu. í aðalseðlasafni OH eru allmörg dæmi
um no. rambald og er elst þeirra úr handriti frá 1675: klucknanna
rambólld (Bps. A. II, 11, 27). Elsta dæmið um kk.-myndina rambaldi
er frá 1651: Ramballde Rota Campanæ (Runólfur Jónsson, bls. 56).
Jón Ólafsson hefur myndina ramb-halldi í orðabókarhandriti sínu og
segir:
Prounantiatur vulgo Ramballdi, tegnus, cui ansa camponorum
incerta est et cum iis inter pulsandum circumrotatur. (OH)
í aðalseðlasafni eru dæmi bæði um rambhald og rambhaldi.
Eins og sjá má er merkingin ‘klukkuás’ næstum einráð í orðabókum
og í prentuðum heimildum. í talmáli er um fleiri en eina merkingu
að ræða en merkingarsviðið er eitt, þ. e. ‘eitthvað sem veltur, ruggar
til og frá, vaggar’. Um er að ræða sagnarnafnorð myndað af so. að
ramba með viðskeytinu -ald- á sama hátt og t. d. rekald af so. að
reka, dragald af so. að draga og gímald af so. að gíma (Alexander
Jóhannesson 1927: 12-13). Af no. rambald er dregnar myndirnar
rambelda, no. og so., rambold, ramboldast og rambeldast. Sömuleiðis
myndirnar rambelta, no. og so., rambalt, rambolta, en óraddað -It-
gæti þarna hafa orðið til fyrir áhrif frá öðru tengdu orði. Ekki er gott