Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 283
281
Orð aforði
um að vindur sé hár á áttinni, ef hann er að ganga norðurí úr austri
og er það hliðstætt færeyska orðasambandinu hann er h0gur í œttini.
í Norður-Múlasýslu er vindur hár á þegar vindur er næst komp-
ásnorðri.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur ekkert komið fram um and-
stæðuna hann er lágt á eða no. lágátt um sunnanátt og í seðlasöfnun
OH var ekkert um þetta að finna. Það má því telja nokkurn veginn
víst að hvorki orðasambandið hann er lágt á né no. lágátt séu notuð
í daglegu tali eins og í færeysku hann er lágur í œttini. Ef dæma má
af bókmálssafni OH er no. háátt og hann er hátt á ekki miklu eldra
en frá fyrri hluta 19. aldar. Mér hefur ekki tekist að finna beinar hlið-
stæður í öðrum norðurlandamálum.
G.K.
Sámur
Eitt sinn spurðist ég fyrir um orðið sámur í merkingunni ‘stór bolli,
stórt ílát’. Það virðist þekkt um allt Suðurland og allt norður á Strand-
ir. A Suðurlandi er einnig þekkt merkingin ‘gráðugur, þurftarfrekur
maður’. Eg ætla ekki að gera þetta orð að umtalsefni hér heldur önnur
sem bárust okkur í sambandi við þá umræðu. Það eru lo. sámaður,
so. að sáma og hundsnafnið Sámur. Upphaflega fengum við heimild
um lo. sámaður úr bréfi frá Sauðárkróki og gat heimildarmaður þess
einnig að Sámur sé nafn á hvítgráum hundi. I orðabók Sigfúsar
Blöndals er getið um so. að sáma og hún sögð merkja ,,tilsmudse“
(bls. 669). Einnig hefur Blöndal lo. sámur ‘svartleitur’ og hundsnafnið
Sámur ,,især brugt som Navn for sorte Hunde“ (bls. 676).
Þar sem fá dæmi voru um þessi orð í seðlasöfnum OH leitaði ég
eftir frekari vitneskju. Ekki stóð á svörum en flest voru þau af Vestur-
og Norðurlandi. Aðeins eina heimild fengum við um so. að sáma
notaða sem áhrifssögn, þ. e. sáma eitthvað, og var hún úr Eyjafirði.
Mun algengari er so. að sámast og nær eingöngu notuð um þvott,
sem tekið hefur lit af öðrum þvotti, þ. e. þvotturinn hefur sámast eða
litur hefur sámast í fötin. Skiptir þá engu um hvaða lit er að ræða.
Ur Keflavík barst dæmi um að sámast út s. s. ‘atast út, drefjast út’.
Svipaða sögu er að segja um lo. sámaður. Það er einnig að mestu
notað um þvott, sem litur hefur komist í, þ. e. þvotturinn er sámaður.
En einnig er það notað um eitthvað sem hefur daufan lit eins og áður
er sagt, eða er óhreint. T. d. er talað um sámaða krakka. f yfirfærðri