Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 284
282
Orð aforði
merkingu er talað um að málstaður sé sámaður ef eitthvað er gruggugt
við hann. Lo. sámóttur hefur svipaða merkingu, en notað um yrjótta
flík, jafnvei óhreina flík og skítuga krakka.
Margir höfðu samband við okkur út af hundsheitinu Sámur og skipt-
ust menn í tvo hópa. Annar hópurinn sagði að Sámur væri nefndur
eftir hundi Gunnars á Hlíðarenda og þyrfti ekki að hafa neinn sérstak-
an lit, enda er þess ekki getið í Njáls sögu, hvernig Sámur Gunnars
var á Iitinn. Hinn hópurinn sagði hins vegar að Sámur væri aðeins
nafn á ljósgulum eða nærri hvítum hundi, hvítgráum eða í mesta lagi
yrjóttum. Enginn kannast við að svartur hundur sé nefndur Sámur
litarins vegna.
Engin heimild barst um lo. sámur en það var notað í fornmáli í
merkingunni ‘dökkgrár’ og sámleitr í merkingunni ‘grábrúnn, dökk-
leitur’. (Fritzner III, bls. 174-176).
Af þessum heimildum má ráða að merking sagnarinnar að sáma
sé í daglegu tali ‘óhreinka, ata’ eins og Blöndal gefur upp. Lo. sámað-
ur er notað um það sem ekki hefur hreinan lit, t. d. ‘gulhvítur’, ‘grá-
hvítur’ en einnig í merkingunni ‘óhreinn’, og hundsnafnið Sámur (ef
litur ræður nafni) á við hund sem ekki er hreinhvítur. Merking sú
sem fram kemur hjá Blöndal hefur því ekki fengið stuðning úr talmáli.
G.K.
HEIMILDIR
Alexander Jóhannesson. 1927. Die Suffixe im tslándischen. Fylgir Árbók Háskólans.
Reykjavík.
Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino-danicum. Hanviæ.
Bps.A. = Biskupsskjalasafn. Skálholtsstifti. Handrit í Þjóðskjalasafni.
Cleasby-Vigfússon = Cleasby, Richard, & Guðbrandur Vigfússon. 1957. An Icelandic-
English Dictionary. [2. útg. með viðbæti cftir Sir William A. Craigie.] Oxford.
Eiríkur Jónsson. 1863. Oldnordisk Ordhog. Kpbenhavn.
Fritzner, Johan. 1886-1896. Ordhog over det gamle norske Sprog. /-///. Kristiania.
Hallgrímur Scheving. Orða-safn úr nýara og daglega málinu. Handrit frá fyrra hluta
19. aldar. Lbs 283-285 4to. Uppskrift Páls stútents Pálssonar frá um 1860-1870.
Haraldur Matthíasson. 1953. Veðramál. Afmœtiskveðja til Alexanders Jóhannessonar.
Reykjavík.
Jacobsen, M.A., & Chr. Matras. 1927-1928. F0roysk-donsk Orðabók. Tórshavn.
Konráð Gíslason. 1851. Dönsk orðabók. Kaupmannahöfn.