Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 290
G: Og ’þá sá faðir minn ðað oft
Það var ’þarna í kringum ’þar sem maður va-, átti heima
Á: Já
G: Nú, svo var da(ð) frammi á dal líka
Dalinn sem cr ’þarna, liggur fram eftir. Pegar maður fer út að Núpi
’þá liggur dalur svona fram eftir á hægri hönd ’þegar maður fer út
eftir og ’þar var, ’það var smalavegurinn, á ’þennan dal
Á: Hvað ertu búin að vera mög ár hérna?
G: Ja, ég mann ’það nú ekki. Ja, ’það eru komið [svo] yfir 30 ár sem
ég er búin að vera hérna á Eyrinni. En svo var ég nú búin að vera
á Gördum
Á: Já. Heyrðu, getur það ekki verið að það hafi verið 41 sem hann
Eggert kom til ykkar?
G: Eg sagdi að hann væri búinn að vera í 31 ár, síðan hann hevdi
komið hingað, ég sagdi ðér da(ð) í gærkvöldi
Á: Já, já
G: Því hann vard 6 ára ’þegar hann kom; vard (þ)a(ð)1’ ’þá um sumarið
og hann vcrdur 37 núna í endann á ’þessum mánuði
Því hann cr fæddur 1936 og hann vard 6 ára þá um sumarið sem
hann kom um vorið
2.
ZMramburður Guðrúnar Eyjólfsdóttur inni í orðum, t. d. sagdi,
hevdi, verdur, heyrir í sjálfu sér ekki til tíðinda (sbr. Ásgeir Bl. Magn-
ússon 1959) þótt óneitanlega sé betra en ekki að hafa segulbandsupp-
töku af honum.7 Á hinn bóginn hygg ég að málfræðingum hafi yfirleitt
verið ókunnugt um tf-framburð fremst í áherslurýrum ,,/?-orðum“
(það, þar o. fl.); hans er a. m. k. hvergi getið á prenti svo að ég vrti.
Eftir því sem næst verður komist er undanfarandi samtal reyndar eina
áreiðanlega heimildin um tf-framburð af þessu tagi sem varðveist hef-
ur.
6 Orðin varð það eru þarna borin fram [varda]. Á svipaðan hátt eru orðin sagði
að hann í 99. línu borin fram [sayda anj.
7 Mér er einungis kunnugt um tvær aðrar upptökur með d-framburði og í þeim báðum
mun eingöngu vera um að ræða d-framburð inni og aftast í orðum. Eiríkur Rögnvalds-
son og Jón Hilmar Jónsson vöktu athygli mína á þessum upptökum.