Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 292
290
Flugur
Einlægast er að líta svo á að íMramburður hennar fremst í orðum
sé sama kyns og framburðurinn rd, fd, gd inni og aftast í orðum (um
hann sjá einkum Asgeir Bl. Magnússon 1959 og Björn Guðfinnsson
1964:144 o. áfr.). Hann kemur auðsæilega aðeins fyrir í áherslurýrum
,,smáorðum“ eins og það, þar, þú (sbr. hins vegar t. d. það og þar
með fullri áherslu í 4. og 14. línu í samtalinu hér að framan). Þetta
gerist þó því aðeins að næst á undan orðinu fari samhljóð. í samtalinu
góða eru reyndar aðeins dæmi um d-framburð fremst í orðum næst
á eftir r, m eða n (var dar o. s. frv.). Inni í orðum eru þar þó einnig
dæmi hans á eftir [y] og [v] (sagdi, hevdí). Það virðist því ekki fráleitt
að ætla að d-framburður Guðrúnar Eyjólfsdóttur hafi verið háður því
almenna skilyrði að á undan ð/þ færi raddað samhljóð.
Eins og að ofan sagði ber Guðrún ,,þ-orð“ því aðeins fram með
d að þau séu áherslulaus eða m. ö. o. einungis ef á eftir þ fer áherslu-
laust sérhljóð. Nú fer áherslulaust sérhljóð að sjálfsögðu einnig á eftir
ð í orðmyndum eins hefði, sagði. Það sýnist því naumast áhorfsmál
að lýsa beri í/-framburði Guðrúnar með einni reglu. En raunar hefur
hún einnig í/-framburð aftast í orðum (vard). Reglan virðist því hafa
verið þessi:12
(5) ð^d/
C
[4-raddað]
#
V
-áhersla]
Væntanlega hafa einhverjir (e. t. v. flestir) sem cí-framburð höfðu ein-
ungis haft hann inni og aftast í orðum (sbr. 7. nmgr. hér að framan).
Reglan í (5) á bæði við um slíkan framburð og d-framburð Guðrúnar
Eyjólfsdóttur. Skal í því sambandi bent á að í íslensku eru fleiri hljóð-
ferli sem verka bæði innan orða og yfir orðaskil en eru þó mun virkari
í fyrrnefnda tilvikinu en því síðarnefnda. Þannig samlagast n t. d. alltaf
eftirfarandi g, k (þ. e. [n] —> [ji, ij]) þegar þessi hljóð eru innan sama
myndans (morfems) en aðeins stundum þegar á milli þeirra eru mál-
fræðileg skil (sennilega einna síst ef um er að ræða orðaskil). Jón í
Jón Gunnarsson er sem sagt ýmist borið fram með [n] eða [13] (sjá
annars Kristján Árnason 1980b:215—217).
12 C táknar samhljóð, V sérhljóð og # orðaskil. Úr reglunni skal því lesa svona:
/ð/ verður /d/ þegar næst á undan því fer raddað samhljóð og það stendur jafnframt
annað hvort aftast í orði eða næst á undan áherslulausu sérhljóði. í þessu sambandi
er vert að undirstrika að hér er litið svo á að /ð/ liggi [þ] til grundvallar en ekki öfugt
eins og þó hefur oftast verið gert ráð fyrir (sjá t. d. Kristján Árnason 1980a: 104 o. v.).