Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 296
294
Flugur
hvernig stendur þá á því að menn tala alltaf um að bölva en ekki
*balva (sbr. hins vegar talva), eru ölvaðir en ekki *alvaðir, manns-
nafnið Sölvi er aldrei haft *Salvi o. s. frv.? Því er til að svara að greini-
lega leiðir það ekki umsvifalaust af dauða v-hljóðvarps að öll ö sem
einhvern tíma hafa orðið til úr a vegna v-hljóðvarps hverfi aftur til
uppruna síns. I þeim orðum sem nefnd voru hér að ofan (bölva, ölvað-
ur, Sölvi) er ö í öllum myndum, svo að það er eðlilegt að þau hafi
verið endurtúlkuð í áranna rás á þann hátt að í þeim sé einfaldlega
ö í baklægri mynd. Þetta var eðlileg þróun þegar því var ekki lengur
að heilsa að leiða mætti öll ö á einfaldan hátt af a með u-eða v-
hljóðvarpi (sbr. mjög, öl, o. s. frv.). Þess vegna segja menn t. d. hvorki
*balva né *mjag.
En af hverju segja menn þá talva hver um annan þveran en ekki
tölval Eg hygg að það stafi af því að í flestum föllum þess orðs gæti
ö-ið verið leitt af a með u-hljóðvarpi, annaðhvort hljóðkerfislegu eða
beygingarlegu (sjá hjá Eiríki Rögnvaldssyni 1981). Þess vegna er eðli-
legt að maður sem heyrir talað um tölvu, tölvur, gögn í tölvum
o. s. frv. dragi ósjálfrátt þá ályktun að þarna liggi að baki stofnsér-
hljóðið a og ö sé leitt af því með w-hljóðvarpi, líkt og þegar rætt er
um sögu, sögur, persónur í sögum. Vegna þess að v-hljóðvarp er
dautt, segir hann þá talva í nf. et. og ef. ft. Hann gæti kannski farið
eins að með völvuna og sagt valva, enda mun kvenmannsnafnið Valva
vera til og jafnvel verslun með því nafni. En ef þessi sami maður
segir nú samt sem áður völva Suðurnesja, þá er það væntanlega ekki
vegna þess að v-hljóðvarp lifi ennþá góðu hfi í máli hans heldur vegna
þess að hann hefur lært orðmyndina svona.
HEIMILDIR
Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. U-hljóðvarp og önnur a~ö víxl í íslensku. íslenskl mál
3:25-58.
Höskuldur Þráinsson
Háskóla Islands,
Reykjavík