Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Síða 297
Flugur
295
Enn um tilvísunarsetningar
I íslensku máli 2 færir Höskuldur Þráinsson (1980) rök að því að það
sé rangnefni að kalla sem og er, sem tengja tilvísunarsetningar, tilvís-
unarfornöfn. Hann telur upp allmörg atriði sem hann telur að sýni
að þessi smáorð hafi ekki fornafnseðli. Niðurstaða hans er að réttara
sé að tala um tilvísunartengingar. Meðal þess sem hann nefnir er að
þessi orð beygist ekki, að ekki sé hægt að nota forsetningar með þeim,
að ekki sé hægt að nota þau hliðstæð með nafnyrðum, að þau standi
einungis fremst í setningu, að oft sé smáorðið (tengingin) að notað
með sem eins og með (öðrum) tengingum, og síðast en ekki síst sé
ekki hægt að segja að þessi orð ,,vísi ti!“ eða ,,standi fyrir“ önnur
orð, eins og fornöfnum sé eðlilegt.
Flestar þessar röksemdir virðast ótvíræðar og ekki tel ég ástæðu
til að draga í efa meginniðurstöðu Höskuldar. Það er einungis eitt
atriði sem mig langar til að gera smá-athugasemd við, en það er síð-
astnefnda atriðið, að ekki sé neitt sem bendi til að sem og er standi
fyrir eða vísi til orða sem undirskilin eru eða felld brott með ummynd-
unum. Það er athyglisvert í sambandi við tilvísunarsetningar, að í þær
vantar alltaf einn lið sem segja má að sé undirskilinn, og það er sláandi
að þessi liður getur yfirleitt ekki komið fram á yfirborðinu. Setning
(l)a er þannig góð og gild, en (l)b er ótæk.
(1) a Konan sem við gistum hjá er af góðum ættum
b *Konan sem við gistum hjá henni er af góðum ættum
Hið sama gildir þegar sem eða þar sem tengir tílvísunarsetningu við
atvikslið:
(2) a Þarna, sem við tjölduðum, er fallegur lækur
b *Þarna, sem við tjölduðum þar(na), er fallegur lækur
(3) a Staðurinn þar sem við gistum er einhver fallegasti reitur á Is-
landi
b *Staðurinn (þar) sem við gistum þar er einhver fallegasti reitur
álslandi
A bls. 67 gefur Höskuldur lista yfir fjórar aðferðir sem mál beita
helst við að forma ,,tilvísunarsambönd“. Ein leiðin er að nota enga
tengingu og fella niður tilvísunarliðinn. Önnur leiðin er að nota teng-
ingu og fella niður tilvísunarliðinn. Samkvæmt greiningu Hösk-