Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 299
297
Flugur
því að vera tenging, eins konar staðgengill fyrir tilvísunarliðinn eða
vísi til hans, er það að sjálfsögðu mjög eðlilegt að hann komi ekki
fram á yfirborðið.
I þessu sambandi má minna á spurnarsetningar, sem tengdar eru
með spurnarorðum, spurnarfornöfnum, spurnaratviksorðum eða
spurnartengingu. Sé notað spurnarfornafn eða spurnaratviksorð, get-
ur ekki komið fram annar fulltrúi fyrir þann lið sem spurnarorðin
standa fyrir.
(7) a Stebbi vissi ekki hvern Stjáni hafði sparkað í
b *Stebbi vissi ekki hvern Stjáni hafði sparkað í mótherja
(8) a Jóna mundi ekki hvern hún hafði kysst hann
*Jóna mundi ekki hvern hún hafði kysst hann
Hið sama gildir um spurnaraukasetningar sem tengdar eru með spurn-
aratviksorði:
(9) a Stebbi mundi ekki hvar hann hafði gleymt úlpunni sinni
b *Stebbi mundi ekki hvar hann hafði gleymt úlpunni sinn þar
Það liggur beint við að telja að bannið við endurtekningunni á spurn-
arliðnum stafi af því að þegar er kominn fulltrúi fyrir hann í aukasetn-
ingunni. Úr því að við segjum að hver sé spurnarfornafn samsvarandi
hinu venjulega 3. p. fornafni hann/'hún/það, getum við eins sagt að
hvar, hvernig og hvenœr séu samsvarandi ,,spurnar-foratviksorð“
(heldur rosalegt orð kannski) sem samsvarar hlutlausum ,,for-atviks-
orðum“ eins og þar, þannig og þá. Hin almenna regla er að þegar
eitt af þessum ,,for-formum“ er komið í setningunni er bannað að
bæta öðru við.
Að vísu er rétt að minna á að spurnarfornöfnin eru mun greinilegri
fornöfn en sem, sem meðal annars sést af því að þau fallbeygjast.
Hins vegar er hægt að halda því fram að þau hegði sér að sumu leyti
eins og tengingar. T. a. m. er það eftirtektarvert að í spurnaraukasetn-
ingum sem tengdar eru með spurnarfornafni sem jafnframt er frumlag
er hægt að snúa við röðinni á sögn í persónuhætti og ýmsum fvlgiorð-
um hennar, svo sem aðalsögninni í lýsingarhætti, en Joan Maling
(1980) telur þetta einkenni á frumlagslausum setningum. Hægt er að
segja:
(10) Jói spurði hver komið hefði
rétt eins og: