Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 300
298
Flugur
(11) Stúlkan sem komið hafði.
Af þessu virðist ljóst að spurnarfornafnið ,,veiklast“ við það að vera
notað sem tenging í aukasetningunni, því ef fullburða frumlag stendur
fremst í aukasetningu er ekki leyfilegt að snúa við röðinni á hjálpar-
sögn og aðalsögn á þennan hátt:
(12) a *Stína vissi að maður komið hafði
b Stína vissi að komið hafði maður
c Stína vissi að maður hafði komið
Eg er heldur ekki viss um nema ég hafi heyrt setningar eins og:
(13) Ég veit ekki hvern að María hefur hitt í dag
sem Höskuldur telur reyndar ótækar (1980:85). Höskuldur telur að
innskot smáorðsins að á þennan hátt, sem er mun algengara á eftir
hinni eiginlegu spurnartengingu hvort, megi taka sem vísbendingu um
það að orðið sem það stendur með sé tenging frekar en einhver annar
orðflokkur.
Ég er sem sé að ýja að því að þrátt fyrir það að sem sé ekki venju-
legt fornafn, leynist í því eitthvert staðgengilseðli, þ. e. að það sé í
einhverjum skilningi yfirborðsfulltrúi fyrir liði sem það ,,vísar til“ eða
,,stendur fyrir“. Pað er augsjáanlega rangnefni að tala um fornöfn,
þar sem hægt er að nota það í atviksliðum, eins og t. a. m. í setningu
(2). Auk þess er hægt að láta tilvísunarsetningar tengdar með sem
vísa til heilla setninga, eins og í (14):
(14) Stína heldur að Stebbi sé séní, sem er algjör firra
Þótt það geti varla talist nein sönnun fyrir staðgengilseðli sem, má
benda á að hægt er að umorða sama hlutinn með samtengingu og
fornafni:
(15) Stína heldur að Stebbi sé séní, en það er algjör firra
Þegar notuð er samtengingin en er rétt og skylt að nota fornafn, en
þegar sem er notað er það óleyfilegt samkvæmt íslenskri málvenju.
í (14) er ekkert frumlag í aukasetningunni (nema ef vera skyldi sem),
en ef sem væri hrein samtenging væri þó við því að búast.
I tilvísunarsetningar vantar sem sé að jafnaði einhvern lið, nafnlið
eða atvikslið. Það eru þó til ,,tilvísunarsetningar“ þar sem fornafn
kemur í stað tilvísunarliðarins. Hér er um að ræða setningar sem