Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 319
Ritdómar
317
Sadao Morita. 1981. Aisurando-go bumpö [íslenzk málfræöi]
Daigakushorin. Tökyö. 280 bls. + íslandskort.
Það er ekki á hverjum degi, sem íslenzk málfræöi kemur út í Japan. Því er við því
að búast, að birting þessa rits veki í senn forvitni og máske einnig vissa undrun yfir,
að fræðimenn í þessu fjarlæga landi skuli sýna íslenzku máli og rannsókn þcss slíkan
áhuga. En þetta er staðreynd. Þótt í Japan séu ekki margir fræðimenn, scm fást við
íslensk fræði, cru þeir samt nokkrir, og um Island, íslenzk fræði, íslenzkar bókmenntir
og íslenzkt mál koma út æ fleiri rit í þessu fjarlæga austlæga landi, sem bcra þessum
áhuga vitni. Árið 1979 kom t. d. út stórmerk útgáfa af þjóðsögum Jóns Árnasonar
á japönsku (sjá [1] í heimildaskrá hér á eftir) ásamt skýringum á gerð og uppruna
sagnanna og stórmerkri lýsingu á fslandi. Auk þess mætti nefna, að til er ferðahandbók
fyrir japanska ferðamenn, sem leggja leið sína til Islands og fylgir henni stórt íslands-
kort, sem bæði cr prentað á íslenzku og japönsku, þ. e. í atkvæðaskriftinni kutakana
(sjá [2]).
Höfundur þessarar nýju íslcnzku málfræði, sem líklega er fyrsta málfræði íslcnzkrar
tungu á japönsku, er prófessor í norrænum fræðum við Waseda-háskólann í Tökyö,
sem er einn af fjölmörgum háskólum þar í borg. Prófessor Morita kennir íslcnzku að
staðaldri og hann bæði skrifar og talar íslenzku prýðilega. Fyrir 20 árum stundaði hann
nám við Háskóla íslands, en hann hefur auk þess dvalið við og við á fslandi og stundað
rannsóknir á íslenzku máli og í íslenzkum fræðum eins og kemur fram í ritum hans
(sjá [3] og [4]). Hann er því vel í stakk búinn til að takast á hendur það verkcfni
að semja íslenzka málfræði.
Þessi bók cr þó ekki eins og flestar málfræðibækur, heldur að ýmsu leyti óvenjuleg.
Par ber fyrst að nefna, að henni cr ætlað að vera allsherjaryfirlit yfir íslenzkt mál frá
upphafi og fram til þessa dags, þ. e. málfræði bæði fornmáls og nútímamáls. Til slíks
verkefnis hefur höfundur sýnt, að hann býr yfir mikilli þekkingu, eins og fram kemur
í hinni miklu flokkuðu ritaskrá hans um rannsóknir á íslenzku forn- og miðaldamáli
og íslenzkum forn- og miðaldabókmenntum (sjá [5]). Til þess að komast hjá að setja
upp fullkomin beygingardæmi fornmáls og nútímamáls hlið við hlið hefur höfundur haft
þá hugmynd að nota ólíkar leturgerðir og gefa þannig til kynna formbreytingar, sem
oft eru óverulegar milli fornmáls og nútímamáls. Orðmyndir, sem sameiginlegar eru
fornu og nýju máli, eru prentaðar með feitu letri. Nýmálsorðmyndir eingöngu eru sýnd-
ar með skáletri, en fornmálsorðmyndir eingöngu eru sýndar með beinu letri. Bókinni
er ennfremur ætlað það hlutverk að sýna stað íslenzkrar tungu meðal germanskra tungu-
mála. Því er þar að finna fjölmargar athugasemdir samanburðarmálfræðilegs eðlis og
við og við samanburð við gotnesku, grísku eða sanskrít. Ennfremur eru í bókinni á
víð og dreif athugasemdir um indóevrópska frummálið og hugarheim þeirra, scm það
hafa talað, t. d. er rætt um uppruna og upprunalega merkingu málfræðilegu kynjanna
(bls. 35-36).
Uppbygging bókarinnar er mcð mjög hefðbundnum hætti. Eftir formálann hefst hún
á almennum en vel skrifuðum inngangi um íslenzkt mál almennt (bls. 1-5), stöðu þess
meðal germanskra mála, um rúnaskriftina og um réttritun. Síðan fylgir yfirlit um hljóð-