Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Qupperneq 321
Ritdómar
319
í sambandi við töluorðin (bls. 70, 73-74) hefði átt að geta þess, að yfirleitt er sagt
á íslenzku eitl hundrað og þrír, en ekki hundrað og þrír, þótt það sé raunar ekki ótítt
í talmáli. Sama á einnig við með orðið þúsund. Ennfremur ber að segja þrennir skór.
en ekki þrennur skór, (bls. 75), en hér getur einfaldlega verið um lúmska prentvillu
að ræða.
í sambandi við viðtengingarhátt þátíðar af tvöföldunarsögnum hefði að hyggju undir-
ritaðs átt að taka þau form, sem í talmáli eru tíðust. Formin, sem gefin eru (bls. 91),
eru öll til, en sum mjög fágæt. Gefa hefði átt eftirtalin form: auka, vh. þt. jyki\ ausa,
vh. þt. jysi; höggva, vh. þt. hyggi; búa, vh. þt. byggi. Sama gildir um dæmin á bls.
100.
Setningafræðin er viðamesti kafli bókarinnar. Er þar leitazt við að sýna notkun orða
og orðmynda með dæmum, sem að miklu leyti eru tekin úr fornmáli, að mestu úr
íslendingasögum, en einnig úr Eddukvæðum og úr ýmsum öðrum ritum. Langflest eru
dæmin úr fornmáli tekin upp stafrétt úr fræðilegum útgáfum eða jafnvel úr handritum.
Þetta hefur þann ókost fyrir þann, sem nota vildi bókina til að læra eftir, að stafsetning
er iðulega breytileg frá einu dæmi til annars. Með tilliti til þess, sem notar bókina,
hefði verið nauðsynlegt að samræma stafsetninguna, en höfundur hefur viljað vera frum-
textanum tr'úr, eins og rétt sjónarmið er í vísindaritgerð. Einnig er að finna dæmi úr
nútímamáli, en þau eru í minnihluta. Bæði eru það dæmi tekin úr rituðum heimildum.
en einnig tilbúin dæmi. Ókostur cr, að ekki er greinilcga skilið á milli dæma úr fornmáli
og nútímamáli. Stundum er það ekki nauðsynlegt, en oft hefði verið grcinilegri fram-
setning, ef það hefði verið gert. Heppilegast hefði verið að búa til dæmi um fyrirbærið,
sem lýst er, og koma svo á eftir mcð dæmin úr hcimildunum til frekari skýringar. Stund-
um eru notuð slík tilbúin dæmi (t. d. á bls. 137, 148-151) og er skýringin þá hnitmiðaðri.
Höfundur gerir mun á þrenns konar stíl (bls. 119): (1) stíl, sem nálgast talmál, og
er einkennandi fyrir íslendingasögurnar; (2) stíl, sem mótaður er af þýðingum úr er-
lcndu máli, einkum latínu; og (3) skáldskaparstíl. Hins vegar er ekki farið nánar út
í það að skýra muninn nrilli þcssara stíltegunda, né heldur gerð tilraun til að halda
stíltegundunum aðskildum í flokkun dæmanna.
Höfundur hefur drcgið saman mikinn fjölda dæma og hann gefur margar góðar skýr-
ingar og athugascmdir. Sem dæmi um vel heppnaða skýringu má nefna bls. 173, er
hann getur um, að það rignir geti ekki verið spurning, ef orðaröð er breytt, heldur
verði þá að segja rignir? eða rignir hann? Á bls. 145 hefur hins vegar slæðst inn villa.
í setningunni Ólafr konungr fór, er váraði, út til sjávar er er tíðartenging, en ekki tilvís-
unarfornafn eða tilvísunarorð. Það er hér sama og stæði þegar.
Notkun afturbeygðu fornafnanna er ýtarlega skýrð með tilbúnum dæmum (bls. 148-
150) og svo cr einnig um neitunina (bls. 150-151). Sennilega er engin rannsókn til,
sem fjallar ýtarlega um stöðu neitunar í íslenzku og þá merkingu, sem tengd er þessari
stöðu. En hér er um fróðlegt rannsóknarefni að ræða eins og höfundur sýnir fram á
með dæmum sínum. Dæmi höfundar eru rétt, en hins vegar ekki tæmandi um efnið.
Þannig eru dæmin (1) leyfðu hestinum ekki að hlaupa og (2) leyfðu ekki hestinum að
hlaupa ekki alveg sömu mcrkingar. Fyrra dæmið merkir „láttu hestinn ganga“, en
seinna dæmið gæti merkt ,,láttu hestinn ganga (en skiptu þér ekki af hundinum, þótt
hann hlaupi)“. Með öðrum orðum þá getur staða neitunar í setningu að nokkru leyti