Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 322
320
Ritdómar
gefið til kynna þær aðstæður, sem setning er sögð við. Þetta kcmur betur í Ijós í eftir-
farandi tilbúnum dæmum:
(1) segðu honum að koma ekki ( = „tjáðu honum að koma ekki“, þ. e. verða fjar-
verandi)
(2) segðu honum ekki að koma (= „segðu honum ekki, að hann skuli koma“. Ann-
aðhvort er merkingin að segja honum ekkert eða að segja honum eitthvað annað
en að hann skuli koma.)
Svipað kemur í Ijós í eftirfarandi dæmum:
(3) leyfðu hestinum að hlaupa ekki (= „leyfðu honum að ganga“.)
(4) leyfðu hestinum ekki að hlaupa (= „bannaðu honum að hlaupa“ eða „láttu hest-
inn ganga“).
Sennilega er ákveðin hljómfallskúrva tengd stöðu neitunarinnar og þannig koma skýrar
fram aðstæðubundnir þættir í töluðu máli en rituðu, en þetta er allt órannsakað efni,
en væri óneitanleea miöe fróðleet. ef rannsakað væri kcrfisbundið.
A bls. 157 hefði þurft að geta þess, að sögnin að geta tekur með sér nafnhátt í samsett-
um nafnhætti, ef hjálparsögnin er hafa, t. d. hann getur hafa komið, en hins vegar
hann getur verið kominn.
Notkun viðtengingarháttar er lýst mjög ýtarlega (bls. 172-189). Yfirleitt er ekki
neinna athugasemda þörf varðandi þessa lýsingu, sem skýrð er með fjölmörgum dæmum
bæði tilbúnum og úr hinum ýmsu heimildum. í dæminu hver sem hefir eyru (bls. 186)
getur hefir verið framsöguháttur eins og enn er títt í nútímamáli, er sagt er hann hefir
komið í stað hann hefur komið, sem talið er réttara. Sama er að segja um dæmið
á bls. 189, en þar hlýtur verð(r) að vera framsöguháttur.
Öll dæmin eru þýdd á japönsku og er þýðingin yfirleitt nákvæm, svo að furðu sætir
raunar, eins mikill og munurinn er á milli íslenzku og japönsku. Það er alveg greinilegt,
að hönd virkilegs fagmanns hcfur verið að verki í þýðingunum. Þó hefur undirrituðum
tekizt að finna tvö dæmi um ónákvæmni í þýðingu. Hið fyrra er á bls. 200. Setningin
þessi bær heitir í Tungu ætti að vera í japönsku þýðingunni þessi bær heitir Tunga
(„kono nöjö wa Tunga to Tmasu“). Þannig er alveg sama merking í þessi bær heitir
Sandvík og heitir í Sandvík. Hitt dæmið er myndin á honum á bls. 207. Samkvæmt
japönsku þýðingunni ætti íslenzka setningin að vera myndin uf honum, sem er auðvitað
allt annað. Hér er einnig um efni að ræða, sem fróðlegt væri að rannsaka nánar, þ. e.
hvenær forsetningarliðir mcð á og a/eru notaðir í stað eignarfalls og hver er merkingar-
munur þar á. Stundum er hægt að nota öll þrjú formin að því er virðist án merkingar-
munar, en oftar virðist þó merkingarmunur og í flestum tilfellum eru aðeins tveir mögu-
leikar leyfðir, en einn útilokaður:
a) Eignarfall eða forsetningarliður með á:
1. þak hússins = þakið á húsinu
2. fótur Jóns = fóturinn á Jóni
3. rifa dekksins = rifan á dekkinu
Hér er með öllu útilokað að nota af í sömu merkingu. Dæminu munnur Sigurðar