Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 323
Ritdómar
321
samsvarar munnurinn á Sigurði (ekki munnur á Sigurði, nema þá að merkingin sé
„Sigurður er kjaftfor“, sem ekki virðist vera, sjá bls. 207).
b) Eignarfall eða forsetningarliður með af:
1. fimm þeirra = fimm af þeim
2. sumir mannanna = sumir af mönnunum
3. mynd hússins = myndin af húsinu
Útilokað er hér að nota forsetningarlið með á.
c) Eignarfall eða forsetningarliðir með á og a/, að því er virðist án merkingarmunar:
1. hjól vagnsins = hjólið á vagninum = hjólið af vagninum
2. kjölur bátsins = kjölurinn á bátnum = kjölurinn af bátnum
d) Eignarfall eða forsetningarliðir með á og af, en með ólíka merkingu:
1. mynd hans (= ,,mynd, sem hann á")
2. mynd af honum (= ,,mynd, sem sýnir hann")
3. mynd á honum (= t. d. mynd, sem hangir á honum, þ. e. snaganum eða veggn-
um).
Stundum er gripið til annarra forsetninga eins og í og úr (gler gluggans = glerið í
glugganum = glerið úr glugganum), en jafnan er slíkri notkun tengd takmörkun, ýmist
í dreifingu eða í merkingu. Þetta er svo til alveg órannsakað efni í nútímamáli eins
og svo margt varðandi talaða íslenzku.
I kaflanum um orðaröð (bls. 209-213) leggur höfundur sérstaka áherzlu á, að munur
milli ritmáls og talmáls sé minni í íslenzku en í öðrum Vesturevrópumálum. Sennilega
er þetta rétt, en þann fyrirvara verður þó að gera, að þetta hefur lítið verið rannsakað
í talaðri íslenzku.
Síðasti kaflinn (bls. 213-214) fjallar um skammstöfuð orðatiltæki, sem alltíð eru í
ritmáli eða talmáli. Meðal slíkra orðatiltækja eru t. d. gefa byr = gefa\ vera bóndi
— búa; drekka áfengi = drekka\ leggja í haf = lála skip út = láta út o. fl. Höfundur
telur slík orðasambönd sérlega erfið viðureignar fyrir þá, sem læra málið, en skoðun
undirritaðs er sú, að þau séu svo tiltölulega fá miðað við marga aðra erfiðleika íslenzks
máls, að slíkt sé meðal minniháttar atriða.
Rit það, sem hér um' ræðir, er vel unnið rit, sem óhemjuvinna hefur verið lögð í.
Reynt hefur verið að benda á nokkra þætti, sem bætt gætu gagnsemi ritsins og kannske
oröið að gagni fyrir nýja útgáfu, en þessi gagnrýni snertir í rauninni minniháttar atriði.
Því er full ástæða til að óska höfundi til hamingju með ritið og þá miklu þekkingu
á íslenzku máli, sem nauðsynleg er til samningar slíks rits.