Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Page 325
Ritdómar
323
Jón Hilmar Jónsson. 1979. Das Partizip Perfekt der schwachen ja-Verben.
Die Flexionsentwicklung im Islándischen. Carl Winter, Universitátsverlag,
Heidelberg. 121 bls.
Viðfangsefni bókar þeirrar, sem hér verður tekin til umræðu, er lýsingarháttur þátíðar
veikra ;a-sagna og þróun hans í íslensku. Bókin mun að mestu leyti vera lokaritgerð
höfundar til kandidatsprófs í málfræði við Háskóla Islands með einhverjum endurbót-
um, eftir því sem höfundur hefur tjáð mér. Bókin er gefin út hjá virtu þýsku forlagi
og eru það vissulega meðmæli mcð hcnni. Eins og sjá má af því sem hér fer á eftir
hef ég lítið sem ekkert að bókinni að finna og mun því aðallega gera grein fyrir efni
hennar.
í fyrsta kafla bókarinnar, en bókin skiptist alls í níu kafla, er gerð grein fyrir myndun
lýsingarháttar þátíðar veikra og sterkra sagna í frumgermönsku, án þess að vangaveliur
um uppruna tannhljóðsviðskeytis veikra sagna í þátíð og lýsingarhætti þátíðar séu gerðar
að umtalsefni. Einnig er vikið að flokkun veikra sagna eftir sérhljóðsviðskeyti.
Annar kafli fjallar um beygingareinkenni veikra sagna í forníslensku. Ja-sagnir ein-
kennast m. a. af því að í þátíð framsöguháttar kcmur yfirleitt ekki fram hljóðvarp,
þótt í nokkrum sögnum komi fram hljóðverptar myndir samhliða óhljóðverptum. Tann-
hljóðsviðskeyti í þátíð er, eins og áður er að vikið, eitt megineinkenni veikra sagna,
og höfundur gefur glöggt yfirlit yfir hvaða tannhljóðs sé að vænta eftir undanfarandi
grannhljóði í forníslensku og víkur að þróun þátíðarviðskeytisins til nútímamáls.
I þriðja kafla er rætt um beygingu lýsingarháttar þátíðar veikra sagna í fornmáli.
Skiptir höfundur þessum kafla í tvennt, annars vegar eru ræddar ö-, ia- og c-sagnir,
en hins vegar y'a-sagnir. Eins og við var að búast er umfjöllunin um ja-sagnir rækilegust
með allmiklu dæmasafni úr handritum, enda er þetta annar meginkafli bókarinnar.
í fjórða kafla er vikið að beygingu lýsingarháttar þátíðar sterkra sagna og þá einkum
víxlun í beygingu veikra og sterkra ja-sagna í elsta máli, þ. e. skepja, kefja, sverja og
hefja.
Fimmti kafli er rækileg samantekt á þeirri þróun lýsingarháttar þátíðar reglulegra
veikra y'a-sagna sem fram kemur aðallega á 14. öld, er nefhljóðsviðskeyti sterkra sagna
þröngva sér inn í beygingu veikra sagna án þess þó að tannhljóðsviðskeytin víki. Þetta
er mjög athyglisverður kafli þar sem höfundur gerir m. a. grein fyrir aldri -m-mynda,
elstu dæmum um þær ojj dreifingu -in- og -ið- mynda innan yo-sagna.
í sjötta kafla rekur höfundur þróun beygingar lýsingarháttar þátíðar reglulegra ja-
sagna á 15., 16., 17. og 18. öld og gerir grein fyrir frávikum einstakra sagna. í sjöunda
kafla aftur á móti er aðeins rætt um eina sögn, leggja, og þróun lýsingarháttar allt
frá 14. öld.
Attundi kafli fjallar um lýsingarhátt þátíðar veikra y'a-sagna mcð löngu stofnsérhljóði
en níundi og síðasti kafli um veikar myndir lýsingarháttar þátíðar sterkra sagna og lýs-
ingarorða í yngra máli.
Af því sem á undan er farið má sjá að höfundur tekur rækilega á viðfangsefni sínu
°g skoðar það frá öllum hliðum. Bókin cr mjög vel unnin og afar læsileg. Styttingaskrá
fremst í bókinni er mjög handhæg í notkun við lestur hennar og af heimildaskrá næst