Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1982, Side 327
Ritdómar
325
Sprognormer i Norden. Akademisk forlag. Kobenhavn, 1979. 276 bls.
I október 1978 var haldin rétt utan við Kaupmannahöfn ráðstefna norrænna mál-
fræðinga og annarra sem fást við málarannsóknir. Var það gert að undirlagi Norrænu
menningarmálastofnunarinnar. f>essi ráðstefna var hin fyrsta af fleiri slíkum sem áform-
að var að boða til uni norrænar málrannsóknir. Mér hafa borist í hendur í bókarformi
ritgerðir þær sem lagðar voru fram á ráðstefnunni. Þar kennir margra forvitnilegra grasa
en meginviðfangsefni ráðstefnunnar var: Rétt mál, rangt mál - Normin.' Í bókinni eru
ritgerðir eftir 14 höfunda. Þeir cru: Klaus Gloy, Jóhann Hannesson, Erik Hansen, Eskil
Hanssen, Pcter Harms Larsen, Jórn Lund, Harriet Bjcrrum Nielsen, Mikael Reuter,
Hans Jörgen Schiödt, Pcder Skyum-Nielsen, Solveig Slinde, Ulf Tcleman, Margareta
Westman, Geirr Wiggen. Pessir eru allir af Norðurlöndum utan einn, Þjóðverjinn Klaus
Gloy sem var sérstaklega boðinn til ráðstefnunnar.
Viðfangsefni ráðstefnunnar var skipt í eftirfarandi þætti:
(1) Norm yfirleitt og málnorm (linguistic norms)
(2) Málnorm: málstig (linguistic levels), talað og ritaö mál
(3) Áhrif stofnana og yfirvalda á málnormin
(4) Skólinn
(5) Umræður og staða málnorma í Skandinavíu
(6) Undirbúningur frekari rannsókna
I stuttri ritfregn er ckki ætlunin að rekja efni ritgerðanna heldur verður drepið á
nokkur atriði sem fram koma. Rætt er um norm frá heimspekilegum og þjóðfélagslegum
sjónarhóli, einnig um tengsl málnorma og skiljanleika (þótt texti sé ritaöur á opinberu,
stöðluðu máli tryggir það ckki að hann sé auðskilinn). Bent er á að ritmál og talmál
stangist oftlega á og nemendur eigi í erfiðleikum þegar þeir flytjast af eigin málsvæði,
úr heimahögum, þangað sem opinbcrt mál cr notað. Hið opinbera mál í Danmörku
á sér aðrar mállegar og þjóðfélagslegar forsendur en önnur málnorm, það endurspeglar
aðeins að sumu leyti, eða aðeins hluta af því málnormi sem kennt er í skólunum. Vikið
er að umfjöllun um rétt mál og rangt í móðurmálskennslu íslenskra skóla. Hún sýnir
ckki síður almenna afstöðu til tungumála en þá erfiðlcika í samskiptum fólks sem rekja
má til mállýskumunar, hvort sem hann stafar af landfræðilegum eða félagslegum aðstæð-
um. Drepið er á þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu og áhrif þeirra. í ritgerðunum
er og m. a. fjallað um áhrif fjölmiðla á málstöðlun, hlutverk málnefnda og áhrif þeirra,
rætt um ýmsar stofnanir í Danmörku sem ætla mætti að hefðu áhrif á málnorm. Forvitni-
legt er að lcsa um málstöðlun sem talkennarar temja sér, lækning málhelti verði að
byggjast á einhvers konar hugmyndum um málnorm. Þá er það upplýst að slakað hefur
verið á kröfum um formlega rétt mál í dönskum ríkisskólum síðustu 20 árin. Kennsla
um hlutverk málsins en ekki formseinkenni þcss segir til sín hjá nemendum. Hið talaða
mál sýnir félagsreynslu nemenda, því mun málstöðlun koma illa við þá.
1 I þessari ritfregn læt ég orðið ,,norm“ óíslenskað. En mér virðist það notað í
merkingunum: viðmiðun, forskrift, staðall, (mál) venja.