Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Qupperneq 9
GÍSLI JÓNSSON
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
0.Inngangur
Undanfarið hef ég kannað nöfn íslendinga 1703-1845 og að nokkru
leyti til okkar daga. Þegar þetta er skrifað hef ég komist yfir átta
sýslur: Rangárvalla, Eyjafjarðar, ísafjarðar (báðar), Húnavatns (báð-
ar), Snæfellsness (og Hnappadals), Skaftafells (báðar), Borgarfjarðar
og Norður-Múla. Úr þessu hafa orðið til allmörg útvarpserindi og
einn háskólafyrirlestur sem að meginefni fjallaði um nöfn Húnvetn-
inga (Gísli Jónsson 1989a). Þá birtist í Sögu samanburður á nöfnum
Rangæinga og Eyfirðinga 1703-1845 (Gísli Jónsson 1989b).
Hér er ætlunin að kanna nánar nöfn Norð-Mýlinga þetta tímabil.1
Höfuðheimildir mínar eru prestsþjónustubækur og manntöl á filmum
og upplýsingar frá Hagstofu íslands (SKH, TH). Þar næst prentuð
manntöl og nafnalyklar Bjöms Magnússonar, bæði óprentaðir (BJM)
og prentaðir (Bjöm Magnússon 1984, 1986).2 Takmarkanir þessara
heimilda em talsverðar. Prestum og skrásetjurum gat misheyrst og
þeir gátu gert skrásetningarskekkjur eins og gengur. Vívat er sjaldgæft
1 Guðrúnu Kvaran og Halldóri Ármanni Sigurðssyni þakka ég leiðbeiningar og
liðsinni við samningu þessarar ritgerðar. Einnig Amtsbókasafninu og Héraðsskjala-
safninu á Akureyri, svo og Hagstofu íslands. Þá stend ég í þakkarskuld við Jón
Hilmar Magnússon ritstjóra og Þórodd Jónasson lækni sem verið hafa mér innan
handar um margvfslegan og gagnlegan fróðleik.
2 Þótt ég geti þess ekki alltaf hverju sinni hef ég að sjálfsögðu einnig stuðst
við rit um yngri manntöl og þjóðskrár (íslensk mannanöfn (1915), Sigurður Hansen
(1858), Þorsteinn Þorsteinsson (1961, 1964), Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson
(1985)), svo og ýmis almennari nafnfræðirit, bæði innlend (Jón Jónsson (1902),
Bjöm Sigfússon (1953), Halldór Halldórsson (1968), Helgi Skúli Kjartansson (1970),
Hermann Pálsson (1981), Karl Sigurbjömsson (1984)) og erlend (Lind (1915-1931),
Drosdowski (1974), Jákup í Jákupssofu (1974), Bahlow (1985), Vágslid (1988));
ennfremur ýmis erlend yfirlits- og uppflettirit (AID, DGP, NK, NPL, ODN, ODS,
WED, WEN).