Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Side 10
8
Gísli Jónsson
mannsnafn. Ingveldur Katrín Vívatsdóttir er stundum bókuð „ívars-
dóttir" (PRKJAL). Presturinn hefur ekki heyrt hið fágæta föðumafn
rétt. Karlmannsnafninu Salma er stundum, vegna fákunnáttu að lík-
indum, breytt í „Salmann“ (PRÍS). Prestar gátu líka gleymt og bókuðu
stundum ranglega eftir minni.
Stundum eru nöfn „lagfærð“ eða „leiðrétt“ og er nokkrum sinnum
gengið langt í því efni. Sigurdör er breytt í „Sigurður“ (Páll E. Ólason
1948-1952) eða jafnvel „Sigurdór" (ALT). „Heitir“ svo sami maður
ekki alltaf sama nafni frá einni heimild til annarrar.
Stafsetning er samræmd í prentuðum heimildum. Matúsalem, sem
bæði er gömul nafnmynd og viðurkenndur vopnfirskur framburður,
er breytt í Metúsalem til samræmis við það sem tíðast varð og víðast
(Bjöm Magnússon 1986).3 Fyrir kemur að tvö nöfn verði að einu:
Anna Rósa —> Annarósa eða öfugt: Guðrúnbjörg —> Guðrún Björg
(PREY, PRNM).
Tvínefnum, eftir að þau komu til, er misvel haldið til skila og
stundum skammstöfuð. Oft vantar t.d. í heimildum síðara nafn Ólafs
Briem timburmeistara á Grund. Hann hét Ólafur Eggert (PREY).
Ekki er hitt minna vandamál hvort nauðalíkar nafnmyndir eru eitt
nafn eða fleiri. Ég lýsi þesu með dæmum. Er Alfreð og Alfred sama
nafn, Ingvi og Yngvi, Ormarr og Ormar, Þorlaug og Þórlaug, Karín
og Karen, eða em þetta í hverju tilviki tvö nöfn? Fæmm okkur aðeins
um set: Diðrik og Þiðrik, Rós og Rósa, Kár og Kári. Þessar tvenndir
virðast ótvírætt tvö nöfn í hverju tilviki, gagnstætt því sem mér finnst
um fyrri dæmin.
Stafsetning sama nafns getur verið mjög breytileg. Oddný er iðulega
ritað „Omý“ og Árni er til í gerðinni „Autni“, Auðun ritað „Öjdun“.
En vandinn er óleystur. Elín, Elin, Elinn, Elena, Elená, Eliná, Elenna:
Em þetta sjö nöfn eða eitt, eða eitthvað þar á milli? Er Sesselja,
skrifað á tíu mismunandi vegu, eitt nafn eða tíu? Eða Sófónías með
ámóta fjölbreytilegri stafsetningu? Af þessu lelðir að tala nafna á
tilteknum stað og tíma getur aldrei orðið nákvæmari en nemur mati
3 Heimildarmaður minn um hinn vopnfirska framburð er Þóroddur Jónasson lækn-
ir.