Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1988, Page 13
Nöfn Norð-Mýlinga 1703-1845
11
1.2 Norðmýlsk sérkenni
Nú skal hyggja að nokkrum nöfnum sem annaðhvort voru miklu
algengari í Norður-Múlasýslu 1703 eða hvergi til nema þar. Lítum
fyrst á kvennanöfnin Arndís, Kristborg, Mekkín, Fjalldís, Opía og
Sigurbjörg en því næst á karlanöfnin Jokkum og Rustíkus.
Arndís var hvergi svo algengt sem með Norð-Mýlingum. Dís er
æðri kvenleg vera eða goðvera. En um forliðinn Arn- langar mig til
að fjölyrða nokkuð, svo algengur sem hann er. Á honum hefjast að
fomu og nýju nöfn í tugatali, t.d. 34 í manntalinu 1910. Mér þykir
ekki lfldegt að fuglinn öm fljúgi yfir öllum þessum nafngiftum, þó
mikilhæfur og stórfenglegur sé.
Lítum á þennan forlið Arn- í sambandi við annan líkan, en nú mun
sjaldgæfari, Arin-, sbr. Arinbjörn eða Arnbjörn, Arinbjörg og Arn-
björg. Assar Janzén segir í hinu mikla riti sínu um norræn mannanöfn
(NK:65) að hinn vinsæli forliður Arn- sé lfldega af fleiri en einum
uppmna og þykir mér það afar sennilegt. Stundum gætu menn hafa
haft öminn í huga en í öðmm dæmum arininn sem bæði gat táknað
heimiliseldinn og hinn heilaga fómareld (sjá enn NK). Á dönskum
rúnasteini segir Janzén að fundist hafi rúnaletmn sem lesið verður úr
Arinbiaurk, eða Arinbjörg eftir okkar lagi. Það virðist því mega ætla
að Arndís geti allt eins verið ‘dís hins heilaga fómarelds’ eða ‘dís
heimilisins’ eins og ‘dís amarins’ (sjá og Karl Sigurbjömsson 1984).
Kristborg. Það sýnist vera nýsmíð þeirra fyrir austan, enda vom
þeir býsna hrifnir af endingunni -borg. Sú ending er að einhverju
leyti upphaflega erlend hliðstæða við -björg. Kristborgir em fjórar í
Norður-Múlasýslu 1703 og ein í Suður-Múlasýslu en nafnið ekki til
annarstaðar. Ég lít á þetta sem tilbrigði við Kristbjörg en 14 Krist-
bjargir vom á landinu 1703, dreifðar víða um. Kristborg var lengi
einskorðað við Múlasýslur, t.d. 11 af 13 árið 1910 fæddar í suður-
sýslunni. Þetta nafn lifir enn góðu lífi á landi hér.
Mekkín er merkilegt nafn. Svo hétu fjórar konur 1703, tvær í Múla-
sýslu hvorri. Á nafninu hef ég hvergi séð árennilegar skýringar og veit
ekki hvort það tíðkast með einhverjum öðmm þjóðum. Ekki hef ég
fundið það í mannanafnabókum Dana (DGP), Færeyinga (Jákup í Ják-